Sunnudagur, 23. janúar 2011
Steingrímur J. vill svipta Jón ráðherradómi
Maðurinn á bakvið atlöguna að Jóni Bjarnasyni landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er flokksbróðir hans og formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur vill losna við Jón til að geta veitt Svandísi Svavarsdóttur nýtt ráðuneyti atvinnumála. Svandís er hluti af litlu klíkunni sem formaðurinn reiðir sig á eftir því sem hann einangrast meira frá almennum félagsmönnum Vg.
Í fundarherferð sinni um Norðurland nýverið hafði Steingrímur J. ekki með sér þingmenn kjördæmisins heldur liðþjálfa sinn úr Reykjavík, Árna Þór Sigurðsson.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra styður Jón Bjarnason enda eru þeir báðir í betri tengslum við vilja almennra flokkfélaga en Steingrímur J. og klíkan í kringum hann.
Styður Icesave að óbreyttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju reddar þú þessu ekki bara? Þú virðist vita allt.
Rögnvaldur gáfaði (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 16:45
Mér heyrist vera einhver öfund hjá hinum gáfaða Rögnvaldi. Ég ætla bara að vona að þeir láti Jón vera en hann er eina ljósið í þessari ríkisstjórn. Maður er ekkert að heyra í þre plús menningunum. Vona að það sé logn á undan storminum.
Valdimar Samúelsson, 23.1.2011 kl. 16:57
Sé ekki og skil ekki afhverju Steingrímur J. er gersamlega að einangra sig frá grasrótinni í VG með fámenna valdaklíku, einskonar náhirð í kringum sig.
Þingflokkurinn er klofinn niður í rót og SJS virðist ekkert vera að átta sig á að ef hann snýr ekki snarlega af ESB villu síns vegar þá verður flokkurinn sem hann stofnaði og á stóran þátt í að hafa gert að þessari sterku fjöldahreyfingu fólksins í landinu verður brátt ekkert eftir af annað en rjúkandi rústir.
Samfylkingunni og ESB stóðinu þar til óblandinnar ánægju.
Hver skilur svona sterka og meðvitaða sjálfseyðingarhvöt í íslenskum stjórnmálum ?
Spyr sá sem ekki veit !
Gunnlaugur I., 23.1.2011 kl. 17:10
Hefur einhvers staðar komið fram að Jón Bjarna fái ekki sameinað ráðuneyti?
Yfirlýsing frá Steingrími eða eitthvað haldbært.?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 17:19
Steingrímur hefur alltaf verið kvótasinni. Menn skyldu hafa í huga að hann greiddi atkvæði með framsali kvóta ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur vorið 1990. Þessi tvö komu frjálsu framsali á. (Ásamt Svavari Gestsyni).
marat (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 17:24
Það hefur marg komið fram hjá helstu yfirgangs- og spunameisturum Samfylkingarinnar að þeir ætla sér að flæma Jón Bjarnason endanlega úr ráðherrastóli og þeir telja sig eiga sæti þessa svokllaða Atvinnumálaráðherra með húð og hári og það skuli vera ESB umsókninni og aðlöguninni undirgefið og auðmjúkt á allan hátt. En ætli að þetta sé allt samkvæmt bókinni í stjórnarsáttmálanum, það efa ég reyndar stórlega, en Samfylkingin hefur sífellt teigt og togað þann sáttmála sér í hag og að því er virðist hefur SJS ævinlega beigt sig og bugtað undir það til þess eins að því er virðist að halda stólnum !
Frekar aumlegt og niðurlægjandi hlutskipti SJS að enda annars litríkan stjórnmálaferil sinn sem aumleg gólfmotta Samfylkingarinnar og öfgafullra og ófyrirleitinna ESB aftaníossana sem þar ráða ferðinni.
Ekki síður eru þessi drottinssvik SJS erfið okkur sem að allt fram undir þetta höfum veitt honum umboð olkkar og trúnað til góðra verka en höfum nú sárir og reiðir snúið við honum bakinu, ásamt þúsundum annarra stuðningsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sem segja hingað og ekki lengra Steingrímur Joð !
Gunnlaugur I., 23.1.2011 kl. 17:39
Ögmundur Jónasson fekk það verkefni að tilheyra órólegu deildinni, sem tókst svo vel upp við blekkingarnar, að fjölmargir »nytsamir sakleysingar« létu blekkjast. Nú er staðan að breytast og nauðsynlegt reynist að »fórna« Ögmundi. Hann er látinn skipta um lið og nú skal hann fylgja greiðslu-sinnum að málum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.1.2011 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.