Föstudagur, 21. janúar 2011
Þór Sigfússon og tæmdir sjóðir
Wernerbræður eignuðust Sjóvá og réðu Þór Sigfússon forstjóra. Ólafur B. Thors fyrrum forstjóri man þá tíma þegar orðheldni, heiðarleiki og ábyrgð máttu sín einhvers. Þegar fólk eins og Wernersbræður, Þór og álíka komust til áhrifa urðu önnur gildi ráðandi í viðskiptalífinu.
Græðgi, svindl og hégómi.
Staða Sjóvár óskiljanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þór gleymdi bara að athuga hvað hann skrifaði undir, þannig að það er ekki hægt að saka hann um svindl, bara um klaufaskap og fljótfærni!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 21.1.2011 kl. 21:21
þetta var nú bara ríkjandi kerfi sem sjallar komu á hérna eftir yfirtöku frjálhyggjupostulanna. Og þjóðin kaus trekk í trekk, slag í slag.
Þessi fyrirsögn ætti að vera: Sjallar og tæmdir sjóðir.
það voru allir sjóðir í landinu tæmdir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2011 kl. 22:14
Ég keypti eitt sinn nýjan sendibíl og fékk hluta kaupverðs lánaðan hjá Sjóvá. Sú lánafyrirgreiðsla fór þannig fram að ég þurfti að mæta á skrifstofu forstjórans sem þá var (þetta var 1984 minnir mig). Forstjóri á þeim tíma var Sigurður, man ekki föðurnafn hans. Hann vélritaði sjálfur skuldabréfið, og þusaði á meðan eitthvað um það að hann hefði nú aldrei heyrt aðra eins vitleysu og það að lána peninga fyrir bíl, en lánaði nú samt. Þessi maður hefði aldrei samþykkt neitt í þá veru sem gekk á árin fyrir hrun.
Gísli Sigurðsson, 21.1.2011 kl. 22:15
Gísli: Ætli þú hafir ekki verið einn af þeim fyrstu sem fékk bílalán. Ertu viss um að þetta hafi ekki verið hjá Almennum tryggingum hf. fyrir samruna við Sjóvá?
Sindri Karl Sigurðsson, 21.1.2011 kl. 22:44
Ekki að undra að það hryggi Ólaf B. Thors, að horfa upp á þvílíkt siðferði. Sjálfur var hann þeim kostum búinn,að vera heiðarlegur,orðheldinn og ábyrgur,já hreint gull af manni.
Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2011 kl. 22:58
Það er mikilvægt viðfangsefni að rannsaka hvernig heiðarleiki og traust hverfur smá saman úr íslensku viðskiptalífi. Eitt sinn var því haldið fram að fram að seinni heimsstyrjöld hafi íslenska þjóðin verið stálheiðarleg í viðskiptum.Blessað stríðið var stórt stökk inní nútímann og spillinguna. Svo dæmi úr nútímanum sé tekið þá eru siðspillandi áhrif kvótakerfisins augljós öllum sem vilja sjá. Stjórnmálin virðast líka vera svið án siðferðis. Baktjaldamakk, svik og blekkingar eru svo algeng að þau verða sjálfsögð og eðlileg.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 23:04
Sindri, nei þetta var Sjóvá. Ég var með rekstur og nokkuð miklar tryggingar. Þegar ég keypti bíl af Heklu bauðst mér lán frá Tryggingamiðstöðinni, en vildi halda áfram viðskiptum við Sjóvá, þannig að ég kannaði hvort þeir vildu ganga inn í þetta dæmi. Það gekk eftir, já og kannski var ég fyrsti bílalánþeginn.
Gísli Sigurðsson, 21.1.2011 kl. 23:06
"Þessi fyrirsögn ætti að vera: Sjallar og tæmdir sjóðir. það voru allir sjóðir í landinu tæmdir." segir hér að ofan í innliti.
Er einhver í landinu sem ekkert veit það og af hverra völdum þetta gerðist?
Kannski síðuhöfundur, vinnandi fyrir kaupinu sínu, sem enginn veit hvaðan kemur.
Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 23:36
................um það ..........
Björn Birgisson, 22.1.2011 kl. 02:30
Það er gott að fyrrum forstjóri Almennra og frkv.stjóri Sjóvár tjái sig sterkt um ruglið sem viðgekkst. Hér áður fyrr, var eftirlitsbatterí sem kallaðist Tryggingaeftirlitið, og passaði m.a. upp á að tryggingafélög væru gjaldhæf á hverju ári. Síðan sameinaðist það undir FME og eftirlitið virðist hafa lognast út af þar með. Bíð spennt eftir að heyra hinn frkv. stjórann tjá sig; Einar Sveinsson.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.1.2011 kl. 05:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.