Fimmtudagur, 20. janúar 2011
Írar fá að kjósa, samtrygging á Íslandi
Forsætisráðherra Írlands tók ákvörðun sem ráðamenn í lýðræðisríkjum taka þegar stjórnarstefna bíður skipbrot. Brian Cowen boðar kosningar í vor. Á Íslandi er ríkisstjórnin ekki með meirihluta á þingi og stjórnarstefnan er í herkví. Annar stjórnarflokkurinn er með stóra fyrirvara við stefnu ríkisstjórnarinnar á meðan hinn stjórnarflokkurinn leitar hófanna hjá stjórnarandstöðunni um nýja ríkisstjórn.
Stjórnarandstaðan lætur sér vel líka að fá tilboð frá öðrum ríkisstjórnarflokknum og lætur eins og hún bíði eftir öðru betra.
Á Íslandi verður samsæri stjórnmálaflokkanna gegn almenningi æ meira áberandi.
Kosið á Írlandi í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vanmeta almenning gjörsamlega,það kemur þeim í koll.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2011 kl. 22:39
Nákvæmlega.
Þarna skilur á milli þroskaðara ríkja og vanþróaðra.
Á milli valdasjúklinga og manna sem skynja lýðræðislega ábyrgð sína gagnvart almenningi.
Íslenskir stjórnmálamenn eru rusl.
Karl (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.