Fimmtudagur, 20. janúar 2011
Slagsíðan, Sjálfstæðisflokkurinn og pólitíkin
Samkvæmt bandarískum rannsóknum er algengt að blaðamenn séu frjálslyndari í stjórnmálaviðhorfum en íhaldssamir eigendur fjölmiðla. Tryggvi Þór Herbertsson vitnar í norska rannsókn sem segir um það bil það sama, að á ásnum hægri-vinstri eru blaðamenn heldur til vinstri.
Tryggvi veltir fyrir sér hvort líklegt sé að íslenskir blaðamenn séu undir sömu sök seldir og svarið er líklega. Það er þó ekki meginástæðan fyrir því að fremur lítið heyrist afmálflutningi þingmanna Sjálfstæðismanna.
Aðalástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi er innanflokksuppgjöri Sjálfstæðisflokksins hvergi nærri lokið og reynt er að sópa umræðunni undir teppið. Í öðru lagi eru þingmenn flokksins ósannfærandi í málflutningi sínum.
Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Sjálfstæðisflokkurinn að vera forystuafl í umræðunni um fullveldi þjóðarinnar og forræði eigin mála, nú þegar hörð atlaga er gerð að fullveldinu.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti að bera fram stefnu millistéttarinnar um dreift eignarhald í atvinnulífinu og endurreisn á forsendum ábyrgðar, gagnsæi og heiðarleika.
Sjálfstæðisflokkurinn haltur, skakkur og tafsandi eftir hrunið - vegna þess að hann hefur ekki tekið sjálfan sig í gegn.
Athugasemdir
Allt er þetta satt og rétt.
Ég myndi bæta við veikum forystumönnum.
Þau Bjarni og Ólöf eru vafalaust ágætis fólk en þau eru ekki öflugir eða hæfileikamiklir sjórnmálamenn.
Þingliðið er upp til hópa lélegt en það á nú við um alla flokkana.
Sjálfstæðisflokkurinn er veiklaður vegna þessa og ég hef enga trú á því að flokkurinn nái vopnum sínum með þessa forustusveit.
Karl (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 16:52
"Sjálfstæðisflokkurinn" (lol hvaða sjálfsstæðisflokkur selur nýfengið sjálfsstæði í hendur erlendri hersetu) er bara gjörspillt mafíufyrirbæri, front organization fyrir viðbjóðslega sérhagsmunagæslu foringjanna og siðlausra kvótagreifa. Þess utan eins og Styrmir ykkar lýsti í skýrslu RNA eru engar hugsjónir eða stefna hjá ykkur, bara pathetic valdabarátta auvirðilegra smásála. Engin framtíðarstefna í neinu máli.
ps. hr. "ekki baugsmiðill", þú veist að orðin FL-group eru tattúveruð á rassinn á nánast öllum ykkar frambjóðendum?
Viðundur (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 18:13
@ Viðundur. Þú stendur undir nafni og rúmlega það. Það vill svo til að allir sem hafa lesið orð Styrmis í rannsóknarskýrslunni skilja að hann er að tala um alla pólitík og alla flokka, og tekur engan sérstakan fyrir sem sönnun orða sinna.
Orðrétt stendur í sannleiksskýrslunni.:
.....................
Endilega finndu einhvern sem hefur lesið skýrsluna og treystir sér til að aðstoða þig í einfeldningsskapnum.
Og ef þú hefðir dug í að vinna heimavinnuna þína, þá hefur ítrekað komið fram að Páll er einn af þessum lánlausu kjósendum Vinstrigrænna, eftir að hafa verið liðsmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.