Talað tungum tveim og sitt með hvorri

Steingrímur J. verður að gera upp við sig hvort hann er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu og taka upp málefnabaráttu í samræmi við þá sannfæringu eða hvort hann sé hlynntur aðild. Eins og formaður Vinstri grænna aktar núna er hann laumu aðildarsinni sem hleypti umsókninni áfram og hefur lítið sem ekkert gert til að halda á lofti sjónarmiðum sem flokksráð og landsfundir Vg hafa ítrekað samþykkt - að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra notfærir sér lufsukennda afstöðu Steingríms J. til að mylja stjórnkerfið undir aðildarvagninn.

Steingrímur J. þarf að samræma orð og aðgerðir í brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar.


mbl.is Afstaða til ESB-aðildar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það hafi ekki dugað honum að berjast fyrir atkvæðunum. Það er magnað að flokkurinn skuli hafa það skráð í stefnuskrá að vera mótfallinn aðild og greiða svo götu umsóknarinnar í hvívetna, nánast algerlega gagnrýnilaust. Annar eins lydduklúbbur er vandfundinn!

Ófeigur (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband