Þriðjudagur, 18. janúar 2011
Alþingi samþykkti ekki aðlögun
Hvorki alþingi og enn síður þjóðin hafa veitt ríkisstjórn Jóhönnu Sig. umboð til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu. Í aðdraganda þess að alþingi samþykkti aðildarumsókn 16. júlí 2009 voru skipulagðar blekkingar hafðar í frammi um að Ísland færi í óskuldbindandi viðræður við Evrópusambandið. Það átti að athuga hvað væri í boði, ,,kíkja í pakkann."
Evrópusambandið býður ekki upp á óskuldbindandi viðræður, aðeins aðlögun sem felur í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og regluverk sambandsins, samtals 90 þúsund blaðsíður. Í útgáfu Evrópusambandsins segir ótvírætt hvað aðlögun felur í sér.
First, it is important to underline that the term negotiation can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates adoption, implementation and application of EU rules some 90,000 pages of them. And these rules (also known as acquis, French for that which has been agreed) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur).
Ef ríkisstjórninni helst á því að afsala fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins án þess að hafa umboð er komið fordæmi fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandið án kosninga.
Árni Þór Sigurðsson verður að kannast við veruleikann eins og hann blasir við og styðja fyrirliggjandi tillögu á alþingi að umsóknin frá 16. júlí 2009 verði dregin tilbaka.
Þjóðin ráði lyktum ESB-máls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Árni Þór er úlfur í sauðargæru.
Númi (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.