Mistókst Íslandi eða sigruðum við hrunið?

Í grein þýska blaðamannsins Christoph Schwennicke í alþjóðaútgáfu Spiegel segir að Íslandi hafi mistekist í hruninu. Annar blaðamaður, Jónas Kristjánsson, sem vel að merkja er naumur á hrós, skrifar að Íslandi hafi tekist merkilega vel að ráða við hrunið með því annars vegar að leyfa gjaldþrot banka og hins vegar að verja þá verst settu.

Vitanlega hefur Jónas rétt fyrir sér enda sá þýski í tilvistarkreppu vegna ástandsins á evru-svæðinu. Hann stillir upp tveim kostum fyrir Þjóðverja - ónýt Evrópa eða miðstýrð álfa undir þýsku forræði.

Jónas okkar verður brátt afhuga aðild.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las greinina sem vísað er til eftir þýska blaðamanninn. Hins vegar er endursögn Páls hvergi þar að finna. Schwennicke vitnar í þekktan breskan dálkahöfund sem heitir Phil Stephens og skrifar í ft.com . Þessi maður fékk verðlaun 2008 sem besti pólitíski blaðamaðurinn. Stephens segir að írska kreppan hafi ekkert með evrusvæðið að gera. Húsnæðisbóla og bankahrun eiga sér aðrar orsakir. Hins vegar varar hann Breta við. Þeir eins og Íslendingar standa utan evrusvæðisins. kreppa hefur þegar orðið á íslandi og gæti orðið á Bretlandi. En kannski hefur Páll verið að lesa einhverja allt aðra grein!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband