Össur skrifar grein, nefnir ekki ESB

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birtir grein í dag í Morgunblaðinu. Tíðindum sætir að þótt greinin sé um utanríkismál, Ísland og norðurslóðir, nefnir utanríkisráðherra ekki Evrópusambandsaðild Íslands einu orði. Ár og dagar eru síðan Össur skrifaði blaðagrein um utanríkismál án þess að Evrópusambandið væri í forgrunni.

Össur nefnir í greininni tvö brýn hagsmunamál Íslands, sem hann segir að huga verði að á norðurslóðum. Fiskveiðar annars vegar og hins vegar viðskiptasamningar við önnur ríki. Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu myndu embættismenn í Brussel sjá um hvorttveggja fyrir okkur, fiskveiðistjórnun og gerð viðskiptasamninga. Það er eins og utanríkisráðherra geri ráð fyrir að fullveldi Íslands og forræði eigin mála verði ekki fórnað á næstu árum.

Er Össur að koma til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Össur trúir því sjálfur að því er virðist og heldur því blákalt fram, að við innlimun Islands í ESB verði engin breyting á þessum málum þ.e. fiskveiðistjórnun og gerð viðskiptasamninga. Það vantar víðtæka opinbera umræðu um málið. Alltof margir gera sér enga grein fyrir alvöru málsins.

Björn Emilsson, 18.1.2011 kl. 07:40

2 identicon

Þið Heimsýnarmenn eruð orðnir svo ofstækisfullir og svo manískir að þið haldið að líf allra snúist eins og ykkar aðeins um eitt, ESB.

Þið eruð eins og kynlífssjúklingur sem getur ekki sagt tvær setningar án þess að kynlíf komi fyrir í annarri þeirra.

ESB er ekki alfa og ómega alls. Utanríkisráðherra eins og aðrir hlýtur að geta skrifað grein án þess að nefna í henni ESB, átökin í Palestínu eða Icesave.

Finnur (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 09:42

3 identicon

Það hefur komið skýrt fram að aðild Íslands að ESB er alfa og omega í ríkisstjórnarsamstarfinu og lífi annars ríkisstjórnarflokksins. Þess vegna vekja þessi skrif utanríkisráðherrans athygli.

Baldur (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 11:41

4 identicon

Finnur, ritvillupúkinn hefur farið illa með þig, átti þetta ekki að vera svona:

"Við ESB-menn erum orðnir svo ofstækisfullir og svo manískir að við höldum að líf allra snúist eins og okkar aðeins um eitt, ESB.

Við eruð eins og kynlífssjúklingur sem getur ekki sagt tvær setningar án þess að kynlíf komi fyrir í annarri þeirra.

ESB er alfa og ómega alls. Utanríkisráðherra eins og aðrir geta varla skrifað grein án þess að nefna í henni ESB, átökin í ESB eða ESB."

Njáll (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband