Mánudagur, 17. janúar 2011
Stjórnarliðar viðurkenna sögulegt slys
Ríkisstjórnir í lýðræðisríki eiga að endurspegla meirihlutavilja almennings. Ríkisstjórn sem vinnur ekki samkvæmt þjóðarvilja í helstu málum tapar lögmæti sínu. Einn af þingmönnum ríkisstjórnarinnar, Ólína Þorvarðardóttir, sagði á fundi um sjávarútvegsmál að ríkisstjórnin væri að missa af tækifærinu til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Ef það er vilji meirihluta þjóðarinnar að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu hljóta ríkisstjórnir að gera það fyrr heldur en seinna.
Með því að tala um síðasta tækifærið er Ólína að játa að ríkisstjórn vinstriflokkanna er sögulegt slys. Við næstu kosningar er engin hætta á að þjóðin kjósi aftur yfir sig meirihluta vinstrimanna.
Athugasemdir
Megum við skoða Pál Vilhjálmsson sem bólusettan?. Hversu lengi endist ónæmið?
Halldór Jónsson, 17.1.2011 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.