Ríkisstjórnin elur á sundrungu

Svo skal böl bæta að búa til annað og verra, er nýtt slagorð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Stjórnin er sjálfri sér sundurþykk og hefur enga framtíðarsýn en ætlar sér að bæta upp óvinsældirnar með því að ala á sundrungu í samfélaginu.

Herför gegn fiskveiðistjórnunarkerfinu sem er 20 ára gamalt og byggt á 25 ára gömlu kvótakerfi er verkfæri stjórnarinnar til að fela eymdina í stjórnarráðinu. Úthlutun kvóta fyrir aldarfjórðungi sem hefur gengið kaupum og sölum er heldur langsótt tilefni til að æsa fólk upp í heilagt stríð. Nema, auðvitað, fólkið sé hluti af innsta kjarna vinstriflokkanna og veit ekki sitt rjúkandi ráð annað en að kenna öllum öðrum um en sjálfu sér hvernig komið er fyrir landsstjórninni.

Ríkisstjórn sem dundar sér við að kveikja elda í samfélaginu er ekki það sem Ísland þarf á að halda.


mbl.is Standi við sátt um samningaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það er bara eitt athugavert við kvótakerfið, frjálsa framsalið.  Sú staðreynd að fiskurinn í sjónum gangi kaupum og sölum manna á milli; og hvað þá að hægt sé að veðsetja hann fer afskaplega öfugt ofan í almenning í landinu.  Mín skoðun er sú, að það þurfi með einhverjum hætti að vinda ofan af veðsetningu kvótans, og úthluta honum svo gegn hóflegu gjaldi, sem rynni til Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslu til að standa undir kostnaði við fiskveiðieftirlit og rannsóknir.  Geti menn ekki veitt kvótann sinn, þá eiga þeir að skila honum aftur í sameiginlegan sjóð til endurúthlutunar.

Sigríður Jósefsdóttir, 17.1.2011 kl. 09:32

2 Smámynd: corvus corax

Sigríður hittir naglann á höfuðið, sama höfuðið og ég er stöðugt búinn að berja á undanfarin ár, heyr! heyr!

corvus corax, 17.1.2011 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband