Sunnudagur, 16. janúar 2011
Stjórnvöld, Magma og skuldir Reykjanesbæjar
Reykjanesbær er með 8 milljarða króna skuld sem gjaldfellur á næstu vikum og mánuðum. Skuldin er tvískipt. Annars vegar tveggja milljarða krafa þýsks banka og hins vegar sex milljarða krafa sem ýmsir innlendir lánadrottnar eiga á bæinn. Reykjanesbær er gjaldþrota og getur ekki greitt þessa skuld.
Reykjanesbær hefur gert samninga sem leyfa útrásardraugum plús Íslandsbanka/Geysir Green/Magma að gera eignartilkall á HS-Orku.
Ríkisvaldið á að segja þetta við Árna Sigfússon bæjarstjóra: annað hvort vindur þú sjálfur ofan af Magma-vitleysunni eða við bíðum fram á vor og skilanefnd tekur yfir rekstur bæjarins og vinnur í samræmi við þjóðarhagsmuni en ekki braskara.
Keðjusöngur við stjórnarráðshúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er reyndar rasandi á því af hverju Reykjanesbær er ekki í "gjaldþrotameðferð" nú þegar. Þá væri hægt að vinda ofan af gjörningum gerða í gerræði 2 árum fyrir gjaldþrot.
Það yrði örugglega affararsælast fyrir íbúa Reykjanesbæjar að ganga í "Parísar"klúbbinn, frekar en að lengja ólina.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.1.2011 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.