Föstudagur, 14. janúar 2011
Seðlabankastjóri; evran er ekki kostur fyrir Ísland
Már Guðmundsson seðlabankastjóri söng sálm yfir samfylkingarhugmyndinni um að Ísland tæki upp evru, sem eins og allir vita nema forysta Samfylkingarinnar, er deyjandi lögeyrir Evrópusambandsins. Már er embættismaður og getur sem slíkur ekki sagt hlutina hreint út. Hér er tilvitnun í ræðu hans í dag
Hverjar eru svo tillögurnar til úrbóta í þessum skýrslum? Hvað peningastefnuna varðar má skilja fyrri skýrsluna þannig að valið til lengdar standi á milli þess fastgengiskostar sem talinn er heppilegastur, nefnilega aðild að ESB og myntbandalagi þess, og hins vegar þess sem nefnt er verðbólgumarkmið-plús. Ekki er í skýrslunni gert upp á milli þessara kosta en bankinn mun senda frá sér mun ítarlegri skýrslu eftir um það bil ár eða svo þar sem kostir og gallar Myntbandalagsleiðarinnar eru rannsakaðir og bornir saman við aðra varanlega kosti.
Í framhaldi af þessum orðum ræðir seðlabankastjóri eingöngu aðra leiðina, ,,verðbólgumarkmið-plús." Már veit sem er að hvorki er Ísland á leiðinni í Evrópusambandið né evran að gera sig sem mynt. Seðlabankastjóri boðar að eftir eitt ár komi skýrsla sem segir að evran er ekki kostur fyrir Ísland.
Skiptiútboð á aflandskrónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Paul Krugman og evran.
Hér á síðunni hefur verið vitnað til afar merkilegrar greinar sem hagræðingurinn Pau Krugman skrifaði í NYT nýlega. Greinin einkennist af afar skýrri hugsun, sögulegri þekkingu og þekkingu á hagfræðilegum kenningum. Umræður um greinina hafa verið líflegar ig athugasemdir nú eru rúmlega 300. Umræðurnar á þesssari bloggsíðu eru afar sérkennilegar. Enginn virðist hafa lesið greinina hvað þá skilið hana. Mig langar til að fjalla um nokkru atriði sem sér þóttu athyglisverð. Krugman er að fjalla um erfiðleika evrunnar og hvort hægt sé að koma henni á réttan kjöl. Hann gerir margs konar samanburði á ríkjum í Evrópu og BNA en einnig Suður Ameríku. Í upphafi fullyrðir hann að BNA og lönd Evrópu hafi hafi lent í álíka djúpri fjármálakreppu en afleiðingarnar hafi verið mun mildari í Evrópu. En í andstöðu við dollarann er evran í mikilli hættu. Krugman segir að evran hafi verið innleidd af háleitri hugsjón en frá upphafi hafi skort stjórnstofnanir sem geri sameiginlegt myntsvæði starfhæft. ESB hafi sýnt heiminum að ríki geti búið saman í sátt og samlyndi og þess vegna séu erfiðleikarnir núna harmleikur fyrir heiminn. Krugman lýsir því sögulega ferli sem er undanari ESB en hvernig á að skipa gjaleyrismálum. Ein mynt hefur kosti vegna þess að hún auðveldar viðskipti og lækkar viðskiptakostnað. En hversu mikið? Svo mikið að það skipti máli? Lengi vel var það ríkjandi skoðun að gjaldmiðlar yrðu að vera á gullfæti. Peningar á pappírsfæti og fljótandi gengi/skiptahlutfall er annar möguleiki. Í slíku kerfi hefur hvert ríki svigrúm til að lækka eða hækka vexti og til að auka eða minnka peningamagn í umferð. Það er líka hægt að fella gengi eigins gjaldmiðils og leiðrétta þannig mun á verðlagi innanlands og erlendis.(Þetta er auðvitað kunnuglegt; raunlaun lækka, innflutningur verður dýrari og útflutningur vex,,) Hér skilur á milli Íslands og Írlands eins og menn sjá. Krugman tekur tæmi af Nevada og Írlandi. Írland lætur ríkið ganga í ábyrgð fyrir bankana en Nevada myndi aldrei leda í slíku. Gjaldþrot banka þar eru alríkismál. Það er sterk miðstjórn sem leysir málið í Nevada en engin slík miðstjórn er til í ESB. Hér liggur vandinn. Forsendur þess að myntsvæði sé starfhæft eru ýmsar; landfræðilegur hreyfanleiki vinnuaflsins þarf að vera mikill, sameiginlegar stjórnstofnanir fjármála eru meðal þeirra. Evrunni er komið á frá árunu 1999. Fyrstu árin virðist allt ganga vel. Sum lönd , eins og t.d. Grikkand, sem höfðu orðið að búa við háa vexti og erfið lánakjör árum saman sáu nú fram á betri tíð. Lága vexti og aðgengi að fjármagni. Fram til 2008 virtist hagur evrusvæðisins góður en nokkur hættumerki sáust. Á Írlandi var mikið verðbóla í byggingarbransanum. Þessi grein er óvenju stór bæði á írlandi og Spáni. Verðbólan springur með afdrífaríkum afleiðingum. grikkir eru staðnir að því að falsa bókhaldið og fegra til að láta skuldir líta betur út.(kunnuglegt?) Leiðir út úr kreppunni eru ýmsar. Ísland hefur farið næst því að fara argentísku leiðina. Ísland nýtur þess að geta lækkað laun, launakostnað og aukið útflutningstekjur með gengisfellingu. Það var útilekað að reyna að bjarga bönkunum. Það hefði verið ákvörðum ríkið lýsti yfir vanskilum.("gjaldþrot"). Krugman álítur það mikilvægt fyrir allan heiminn að ESB takist að leysa vandamál sín. ESB er risinn í efnahagskerfi heimsins.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.