Fimmtudagur, 13. janúar 2011
Metnaður Sollu og fall ríkisstjórnar Geirs H. Haarde
Vinkonurnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins bjuggu til ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Bandarískir sendiherrann Carol Van Voorst var búinn að ,,lesa" Ingibjörgu Sólrúnu og taldi að metnaður hennar myndi sprengja ríkisstjórnarsamstarfið áður en kjörtímabilið var úti til að mynda nýja stjórn með Vinstri grænum undir forsæti Sollu. Sendiherrann sagði í skeyti þegar stjórnin var mynduð vorið 2007
Down the line, Gisladottir's clear ambitions for the PM slot may trigger a coalition implosion partway through its 4-year term, with Gisladottir hoping that her party comes out of the rubble to lead a new center-left government. End comment.
Hrunið í október 2008 nýtti Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin til að binda endi ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Veikindi Ingibjargar Sólrúnar komu í veg fyrir að hún yrði forsætisráðherra og það kom í hlut Jóhönnu Sigurðardóttur.
Sjálfstæðisflokkurinn faðmaði samfylkingarsnákinn og var hissa þegar hann beit.
Afhjúpar tilgangsleysi sendiráða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Merkilegt.
Sendiherrann reyndist greina stöðuna rétt.
Svo dissa einhverjir vitleysingar þessi skjöl og þá sem skrifuðu skeytin.
Þau eru mörg mjög merkileg.
Ég hef legið yfir þeim í dag og þau eru full af forvitnilegum upplýsingum.
Karl (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.