Ísland í biðröð til að borga Suður-Evrópu

Fjármálakreppan í Evrópusambandinu er einföld. Í munni Mark Ostwald frá Monument hljómar hún svona: Markaðurinn segir enn við leiðtoga Evrópusambandsins að þeir verði að finna leið til að flytja peninga frá ríku kjarnalöndum til jaðarríkjanna. Við erum enn engu nær þessu markmiði.

Fréttaskýringin þar sem orð Ostwald birtust segir að enn sé ósamið um þessa peningaflutninga og þess vegna sé Evrópusambandið í stjórnmálakrísu ofaná fjármálakreppu. 

Ísland er í biðröð að komast inn í Evrópusamband sem er við það að leysast upp. Ef leiðtogum ESB tekst að halda sambandinu gangandi er það vegna þess að Norður-Evrópa borgi til Suður-Evrópu.

Ísland mun borga með sér og taka þátt í niðurgreiðslu á lífskjörum íbúa Suður-Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband