Látum Magma blæða út

Kaup Magma á HS-Orku eru óvinveitt yfirtaka kanadísks raðbraskara í félagi með íslenskum útrásarafgöngum, samsærisdeild Íslandsbanka og meðvirkum bæjarstjóra gjaldþrota bæjarfélags. Frétt Stöðvar 2 í kvöld um að það kosti 30 milljarða að hnekkja óvinveittu yfirtökunni hefur Agnar Kristján Þorsteinsson plokkað í sundur. 

Við eigum betri kosti en að greiða Magma túkall með gati. HS-Orka er enn aðeins til að nafninu til, aðskilnaður á við HS-Veitur er aðeins á pappírunum en áður en áður en græðgisvæðingin hélt innreið sína hét hvorttveggja Hitaveita Suðurnesja.

Orkuveitur starfa samkvæmt margvíslegum opinberum reglum. Sáraeinfalt er að beita regluverkinu til að láta Magma blæða út á meðan HS-Orka mallar áfram og gerir það sama og áður, að sjá Suðurnesjamönnum fyrir rafmagni og hita. 

Raðbraskarinn og hyskið í kringum hann gefst upp þegar ríkisstjórnin hefur döngun í sér að setja hnefann í borðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í sjónvarpsfréttum í kvöld var sagt frá því að nú eigi að dæla inn 14,milljörðum inní Sparisjóð Keflavíkur.Áður var búið að dæla um 11,milljörðum inn í Sjóvá.Þá má ekki gleymast þeir milljarðar sem dælt var inná sjóð níu hjá Glitni sáluga.En það má ekki bjarga auðlind sem þjóðin á sem þessi kanadíski hrotti hefur plottað til sín,með aðstoð svínspilltra ráðamanna.

Númi (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 23:10

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þó mér sé illa við "blóðs"úthellingar, þá liggur það kýrskýrt fyrir að Ríkið (við) ráðum þessu alveg.

15% af landsmönnum hafa skrifað undir áskorun í þeim anda að við ráðum, eigum og njótum afraksturs gufu og annarra orkugjafa alveg sjálf í framtíðinni.

Auðlindaskattur allt að 100% myndi svæla þeim út, en slík aðferð við að ná aftur náttúruauðlind, hefur fína klassíska hagfræðitilvitnun í fræga karla svo ég vitni nú í Michael Hudson hagfræðing.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.1.2011 kl. 23:19

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2011 kl. 02:43

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þið eruð alveg á villigötum. Auðlindirnar eru í eigu Reykjanesbæjar og Grindavíkur. HS Orka borgar leigu af nýtingunni. Magma kaupir fyrirtækið alveg eins og önnur fyrirtæki eru keypt með því að yfirtaka skuldir sem þeir vilja og treysta sér til að borga af og borga mismuninn með peningum. Almenningur á ekki að taka þátt í áhættusömum fjárfestingum en HS Orka er áhættusöm fjárfesting því fara þarf í töluverðar boranir og þróunarstarfsemi. Ef þeir ráða ekki við verkið verða þeir gjaldþrota og annar aðili kaupir félagið og heldur áfram að borga leigu af nýtingunni.

Það sem þið leggið til er sjálfsþurftarbúskapur og arður verður alltaf minni og ávinningur samfélagsins minni. Við eigum að láta þá aðila sem geta sérhæft sig og fengið fjármagnið í áhættusama reksturinn og almenningur halda áframsem hingað til HS Veitum sem er það félag sem skiptir samfélagið á Suðurnesjum miklu meira máli því dreifir vatni og raforku.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.1.2011 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband