Norskur stuðningur í makríldeilu okkar við ESB

Norsk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að standa með Evrópusambandinu gegn Íslandi í deilunni um veiðar á makríl. Lisbeth Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra bregst illa við gagnrýninni í viðtali við norskt dagblað. Samtökin Nei til EU gáfu Berg-Hansen falleinkunn og rökstuddu það m.a. með því að hún hafi gengið í lið með Evrópusambandinu í deilunni um makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga.

Berg-Hansen játar að vera aðildarsinni en segir það ekki ástæðuna fyrir samstöðunni með Evrópusambandinu heldur séu það hagsmunir norskra sjómanna. Peter Örebech sérfræðingur í alþjóðarétti tekur undir gagnrýnina á norska sjávarútvegsráðherrann. Hann segir óviðeigandi að norsk stjórnvöld leggist flöt fyrir kröfum Evrópusambandsins. Þeir norsku hagsmunir sé í veði séu tilheyri ,,aðalstétt" útgerðamanna.

Fjallað er um málið í Nationen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert, en gætirðu lagfært síðustu setninguna. Grunar að hún sé ekki alveg rétt.

Kalli (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 15:15

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess má geta að Nei til EU lýsti einnig yfir stuðningi við Ísland í Icesave-deilunni á sínum tíma.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.1.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband