Þriðjudagur, 11. janúar 2011
Þingið, þjóðin og umsóknin
Þegar þjóðin gekk síðast til þingkosninga, vorið 2009, mátti hún trúa því að meirihluti þeirra þingmanna sem hlutu kosningu hafi verið þeirrar skoðunar að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins. Einn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, var eindregið fylgjandi aðild Íslands og fékk 29 prósent fylgi við þá stefnu.
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir voru eindregið á móti. Framsóknarflokkur sagði í stefnu sinni að aðild kæmi til greina ef Evrópusambandið breyttist.
Vinstri grænir sviku kjósendur sína 16. júlí 2009 og studdu tillögu Samfylkingarinnar um að sækja um aðild. Eftir það hefur tvennt gerst. Í fyrsta lagi að óskuldbindandi aðildarviðræður við Evrópusambandið eru ekki í boði - aðeins aðlögunarferli. Í öðru lagi að andstaðan við aðild er eindregnari meðal þjóðarinnar. Ályktanir stjórnmálaflokkanna sem eru á móti eru einnig harðari gegn aðild; Sjálfstæðisflokkurinn vill draga umsóknina tilbaka og andstaðan í Vinstri grænum eflist.
Björn Valur Gíslason vekur athygli á þarfri umræðu um að alþingi þurfi endurnýjað umboð til ESB-umsóknar. Þingið sækir umboðið til þjóðarinnar.
Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef það færu fram leynilegar kosningar á Alþingi um þetta mál yrði örugglega mikill meirihluti sem vildi hætta þessu ferli. En slík kosning fer ekki fram og þess vegna heldur þessi vitleysa áfram með öllum þeim kostnaði sem það tekur og enginn veit hver hann verður þegar þessu ferli líkur. Alveg sama hvað þú eða meirihluti þjóðarinnar vill.
Sigurður I B Guðmundsson, 11.1.2011 kl. 13:31
Maður á nú ekki að venjast því að vitrænar hugsanir berist frá Birni þessum.
En þetta er ágæt tillaga.
Ég er nokkuð viss um að meirihluti er fyrir umsókninni á alþingi.
En umræðan er afar þreytandi, staglkennd og heimskuleg og því er sjálfsagt að leiða vilja þingsins fram.
Karl (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 14:06
Þjóðin á síðasta orðið í þessu máli.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2011 kl. 15:05
Það er ekki hægt að endurnýja það sem ekkert er og hefur aldrei verið. Hvorki ríkisstjórnin, Alþingi í heild né neinn annar hefur nokkurn tíma fengið umboð Íslendinga fyrir að senda inn umsókn íslenska lýðveldisins inn í Evrópusambandið. Aldrei.
Það á að draga umsóknina til baka umsvifalaust. Alveg strax!
Svo á að lögsækja ríkisstjórnina fyrir að hafa framkvæmt afdrifarík og skaðlegt athæfi gegn landi okkar, í algeru umboðsleysi þjóðarinnar. Þetta er mafíustarfsemi valdaklíku í reynd
Þetta er hryllilegur skandall og svartur blettur á þeirri valdaklíku sem stóð fyrir þessu með svona óheiðarlegum hætti. Þetta er enn verra athæfi en þeir bankamenn aðhöfðust sem óvitar og sem kom fjármálakerfi Íslands í þrot. Enn verra en það. Miklu verra því þetta er gert með fullu viti og vitneskju klíkunnar. Einbeitt kosningasvik.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2011 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.