Bara að kvótagreifinn sé útlenskur

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur gagnrýnir andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu í pistli í Fréttablaðinu í dag. Eins og aðildarsinnum er tamt lofar hann kjarabótum og betra samfélagi ef við göngum inn í sambandið. Kjarninn í aðfinnslu Guðmundar Andra gagnvart andstæðingum aðildar er að þeir hafi

óljósar hugmyndir um "fullveldi" sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna og [vilji] áframhaldandi kverkatak kvótagreifanna á íslensku efnahagslífi.

Í Evrópusambandinu eru fiskveiðikvótar seldir og keyptir. Verði Guðmundi Andra og Samfylkingunni að ósk sinni, og Ísland verði aðili að ESB, munu ,,kvótagreifarnir" verða spænskir. Spánverjar fá milljarða frá Brussel sem þeir m.a. nota til að kaupa veiðiréttindi. Íslendingar munu ekki fá sömu aðstoð vegna þess að lífskjör hér eru betri en á Spáni.

Fróun Guðmundar Andra og Samfylkingar að fá útlenska kvótagreifa í stað íslenskra yrði dýrasta fullnæging veraldarsögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.....yrði dýrasta fullnæging veraldarsögunnar.

Nei Páll, þann vafasama heiður eiga íslenskir kvótagreifar einir og óstuddir, og greddan samt ófullnægð.

Guðmundur Andri sýndi fádæma góðgirni þegar hann sagði að þið "heimssýnar" fólk væruð ekki villikettir.  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.1.2011 kl. 18:01

2 identicon

vóvóvó páll. ég veit ekki betur en samherji eigi stærstu útgerð þýskalands og meirihluta í einni stærstu fiskvinnslu þar í landi. samt er enginn "páll vill" þar í landi að gera athugasemdir við þetta. i wonder why eins og þeir sögðu í hollywood í þá daga.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 18:35

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sjávarútvegur er eins og allir vita undirstöðu atvinnugrein Þjóðverja.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.1.2011 kl. 18:41

4 identicon

undirstöðuatvinnugrein? það er ljóst að íslensk útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki eru með þúsundir manna í vinnu erlendis. þetta fólk er svona eins og jón og gunna vestur í bæ. það skiptir jón og gunnu engu máli hvort eigendi fyrirtækisins sem það vinnur hjá sé heimamaður eða frá timbúktú. svo framarlega að fyrirtækið sé vel rekið og borgi sæmileg laun.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 18:51

5 identicon

Já Jón og Gunnu þætti eflaust best að vera atvinnulaus, á meðan Timbúktúmenn sæu um að veiða fiskinn í kringum landið þeirra og fullynnu hann til útflutnings (eða ætu hann hreinlega sjálfir).

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 19:20

6 identicon

atvinnulaus? svona svipað og jón og gunna í þýskalandi sem ganga nú atvinnulaus þar sem samherji sér um að veiða fiskinn kringum land þeirra og éta hann svo sjálfir.

nei strákar þetta er einfalt:

Bara ef lúsin íslensk er

er þér bitið sómi

fridrik indridason (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 19:34

7 identicon

Alveg er mér sama hverjir eiga kvótann. Ekki á ég hann...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 20:12

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skarplega athugað, Páll. Spænskir togarar munu kemba botninn og sigla með aflann beint til Spánar og við munum hvorki sjá af þessum auði krónu né dollar. Þegar auðlindin er komin í eigu útlendinga er þetta búið hjá okkur, þá er best að flytjast búferlum með auðlindinni og kveðja gamla Frón.

Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 20:40

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er mergurinn málsins, sem kemur fram hjá Baldri. Þegar erlendir togarar, t.d. spænskir, portúgalskir, belgískir, þýskir, breskir og skoskir, veiddu hér við land, var ekki einum ugga landað hér á landi af þeim fiski sem þeir veiddu.

Þeir sigldu með hann allan til sinna heimahafna og þar var hann verkaður og seldur og ekki ein einasta króna rann inn í íslenskt hagkerfi vegna þessara veiða.

Með inngöngu í ESB og kvóta, sem útlendingar gætu sölsað undir sig færi allur afli af Íslandsmiðum til vinnslu erlendis og íslenskt verkafólk myndi ganga um atvinnulaust, nema það flytti á eftir fiskinum til nágrannalandanna.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2011 kl. 21:48

10 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hin týpíska þversögn sem aðildarsinnar standa frammi fyrir felast í þessum orðum:

"Í Evrópusambandinu eru fiskveiðikvótar seldir og keyptir." 

Það er sífellt verið að tyggja á því að kvótakerfið á Íslandi sé ekki líðandi vegna framsals kvóta. Byggðir landsins eiga engann kvóta og þurfa að kaupa hann vilji þær veiða eða vinna fiskinn. Það er einmitt það sem er gert í Evrópusambandinu. Aðildarsinnar vilja bara bæta íslenska kvótanum við í púkk Evrópusambandsins.

Spurningin er frekar hvort við höfum nægt fjármagn til að stunda þessi viðskipti í samkeppni við stærri lönd. Páll segir nei og ég er sammála honum þar.

Rúnar Már Bragason, 11.1.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband