Alþingi veitti ekki umboð til aðlögunar

Samfylkingin knúði í gegn umsókn um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009. Pólitískar forsendur fyrir umsókninni voru þær að Ísland ætlaði að ,,kanna hvað væri í boði." Blekkingin hefur verið afhjúpuð: Evrópusambandið býður ekki upp á könnunarviðræður við hálfvolga umsóknarþjóð.  

Evrópusambandið gerir ráð fyrir að umsóknarþjóðir hafi unnið heimavinnuna sína og stjórnvöld hafi tryggt breiða samstöðu í þjóðfélaginu fyrir umsókninni. Engu slíku er til að dreifa á Íslandi. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild, samkvæmt könnunum. Grunnatvinnuvegir þjóðarinnar eru á móti aðild.

Alþingi samþykkti umsókn en ekki aðlögun. Þegar það liggur fyrir eigum við að draga umsóknina tilbaka og sækja ekki um fyrr en Samfylkingin hefur sannfært meirihluta þjóðarinnar að innganga sé æskileg. Fyrr frýs í helvíti. 


mbl.is Umboðið byggt á aðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega. Öllum ætti nú að vera það ljóst að þetta eru aðlögunarviðræður sem enginn bað um. 
Það er byrjað á öfugum enda.  Aðlögunin að ESB á að fara fram eftir að þjóðin hefur samþykkt aðild að ESB í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sem vonandi verður aldrei.

Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 15:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2011 kl. 16:06

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Það loforð var gefið að efnt yrði til kosninga rétt áður en breytingar færu fram, því er lag að ganga til verks núna, við erum búin að "kíkja" í pakkann og höfum komist að því að allt sem samspillingin sagði um þetta mál(hvalveiðar, sjáfarútvegurinn, landbúnaðurinn, Icesave og fleira) hefur reynst í besta lagi hauga lýgi og vitleysa en landráð og spilling í því versta.

Þá er bara að setja á borðið það sem er komið og kjósa um það hvor halda eigi að halda áfram, EINS OG LOFAÐ VAR

Brynjar Þór Guðmundsson, 10.1.2011 kl. 17:23

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Getur einhver upplýst mig um hvaða lög Alþingi hefur sett í tengslum við þessa svokölluðu "aðlögun".

Aðlögun að lögum og reglum ESB getur ekki átt sér stað nema með nýjum lögum frá Alþingi.

Finnur Hrafn Jónsson, 10.1.2011 kl. 19:20

5 identicon

Tæknilega séð eru stjórnvöld með þessu búin að fremja landráð.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband