Mánudagur, 10. janúar 2011
Sjúklingakvóti
Samtök lækna og einstakir læknar hafa á síðustu misserum dregið upp þá mynd að þjóðin verði án lækna ef ekki komi til stórfelldar launahækkanir. Samtímis er þrýstingur á að halda fjöldatakmörkunum til streitu við læknadeild Háskólans sem veldur því að margir Íslendingar fara utan í læknanám.
Innflutningur á sjúklingum mun að óbreyttu leiða til þess að læknar í útflutningsþjónustu fá betur borgað en þeir sem starfa í þágu almennings.
Til að koma í veg fyrir eyðileggingu heilbrigðisþjónustunnar þarf að grípa í taumana. Útflutningsiðnaðurinn verði leyfisskyldur og innflutningur takmarkaður, t.d. með uppboði á sjúklingakvóta.
Óheftur innflutningur á sjúklingum mun aðeins baka vandræði.
Skaði ekki heilbrigðiskerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður eitthvað að gera.
spritti (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 08:15
Sérmenntun innan fjölmargra undirgreina læknisfræðinnar er öll erlendis. Grunnmenntun innan læknisfræði tekur 6 ár til viðbótar kemur 1 kandítatsár.
Að því námi loknu getur fólk gengt þjónustu en heimilislækningar eru 5 ára sérnám til viðbótar til að geta gegnt starfi sem "generalistar" þessar reglur eru að mér skilst mikið samkeyrðar innan Evrópu (EES).
Sérhæfing á sviði rannsóknarlækninga innan lyflækninga og undirgreina þeirra og innan skurðlækninga og beinalækninga kemur eingöngu erlendis frá og þar fer fólk til Bandaríkjanna eða Norðurlanda og Norður-Evrópu en ekki frá fyrrum Austur Evrópu þó fólk geti sótt grunnnám sitt þangað.
Laun lækna eru há og verða alltaf há. Menntunin er alþjóðleg og reynt fólk með reynslu eftirsótt. Þanning að við þurfum að vera á tánum til að fá inn okkar besta fólk og halda því.
Einkasjúkrahús hér á Íslandi þar sem er í raun skortur af fagfólki og launastigið mjög lágt og augljóslega vilja mann halda kostnaði í lágmarki og þar með launum lækna enda er samkeppnin við íslenska opinbera heilbrigðiskerfið álitin auðveld. Efast um að menn stefni á að bjóða alþjóðlega samkeppnishæf laun og þar eru laun skilanefndarmanna bankanna nánast vasapeningar.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 08:59
Já er ekki um að gera að banna þetta að vinstri sið. Svona samkeppni gæti bætt kjör heilbrigðisstétta á Íslandi og það er ekki gott því þá hafa þeir það ekki jafnskítt og við hin.
Björn (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.