Marxískur Brósi

Dálkahöfundur Telegraph, Ambrose Evans-Pritchard, sem gengur undir gælunafninu Brósi, er fremur á hægri væng stjórnmálanna eins og útgáfan sem hann starfar hjá. Þegar Brósi skrifar að sívaxandi ójöfnuður í Bandaríkjunum sái fræjum samfélagsupplausnar ef ekki byltingar er vert að leggja við hlustir enda ekki heilaþveginn róttæklingur hér á ferð.

Brósi skrifar í kvöld um uppsveiflu í neyslu í Bandaríkjnum. Porche selst betur þar vestra sem og Cadillac, Cartier og Louis Vuitton. Rándýrar merkjavörur seljast sem aldrei fyrr á meðan verslunarkeðjur venjulega fólksins eins og Target, Best Buy og Wall Mart merkja varla söluaukningu.

Staðreyndin er sú, skrifar dálkahöfundurinn, að fátækum Bandaríkjamönnum hefur fjölgað og hætta blasir við grunnstoðum samfélagsins þar vestra. Æ fleiri eru háðir matargjöfum, eru atvinnulausir og með litla von um betri framtíð. 

Alþjóðavæðingin er hluti af vandanum enda þjónar hún ekki hagsmunum almennings heldur kapítalismanum. Lokaorðin hjá Brósa eru ákall til leiðtoga um að leyfa ekki skelfingunni að hvolfast yfir okkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig væri að byrja á því að leyfa gjaldþrota fyrirtækjum að fara á hausinn í stað þess að setja þau á spena skattgreiðenda? Það væri ljómandi góð byrjun til að fá kapítalismann til að "þjóna hagsmunum almennings" (sem hann raunar gerir, en ekki eins vel og ef fyrirtækin fengju ekki að ráða því hvernig lög og reglur verða til, t.d. lyfjafyrirtækin að setja "öryggis"reglur á lyf).

Geir Ágústsson, 10.1.2011 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband