Málefnin eru með þremenningunum

Stefnuskrá Vinstri grænna  birtist í afstöðu þremenningana í þingflokknum sem ekki greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu. Átta blaðsíðna greinargerð þeirra er málefnaleg og yfirveguð. Þau skrifa að

rauði þráðurinn í breytingartillögum okkar var að verja grunnstoðir velferðarkerfisins og koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi og brottflutning af landinu.

Í niðurlagi segir 

Má segja að fjárlagafrumvarpið og sú atvinnustefna sem felst í því og málsmeðferð um frumvarpið hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hér má einnig nefna kúvendingu forystunnar í Icesave-málinu, ESB-umsókninni og þeim aðlögunarviðræðum sem í gangi eru, málefni Magma Energy og HS orku, afstöðunni til AGS fyrir og eftir stjórnarmyndun o.fl. Í þessum mikilvægu málaflokkum hefur verið farið gegn stefnu flokksins og sáttavilji forystunnar ekki fyrir hendi.

Þremenningarnir eru með málefnastöðuna en forystan ekki.


mbl.is Bregðast við málflutningi Árna Þórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband