Sunnudagur, 9. janúar 2011
Málefnin eru með þremenningunum
Stefnuskrá Vinstri grænna birtist í afstöðu þremenningana í þingflokknum sem ekki greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu. Átta blaðsíðna greinargerð þeirra er málefnaleg og yfirveguð. Þau skrifa að
rauði þráðurinn í breytingartillögum okkar var að verja grunnstoðir velferðarkerfisins og koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi og brottflutning af landinu.
Í niðurlagi segir
Má segja að fjárlagafrumvarpið og sú atvinnustefna sem felst í því og málsmeðferð um frumvarpið hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hér má einnig nefna kúvendingu forystunnar í Icesave-málinu, ESB-umsókninni og þeim aðlögunarviðræðum sem í gangi eru, málefni Magma Energy og HS orku, afstöðunni til AGS fyrir og eftir stjórnarmyndun o.fl. Í þessum mikilvægu málaflokkum hefur verið farið gegn stefnu flokksins og sáttavilji forystunnar ekki fyrir hendi.
Þremenningarnir eru með málefnastöðuna en forystan ekki.
Bregðast við málflutningi Árna Þórs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.