Sunnudagur, 9. janúar 2011
Samfylkingin veðjar á að Vinstri grænir brotni
Samfylkingin keyrir af fullri hörku á þingflokk Vinstri grænna með yfirlýsingum um að sameining ráðuneyta fari fram hvað sem líður andstöðu Vinstri grænna; með aðlögun að Evrópusambandinu þrátt fyrir samþykktir flokksráðs Vinstri grænna um að engin aðlögun skuli fara fram; með því að taka inn í landið styrki frá Evrópusambandinu og gera það á bakvið ráðherra Vinstri grænna.
Samfylkingin veðjar á að Vinstri grænir brotni. Össur og Jóhanna þykjast þekkja merarhjarta Steingríms J. Skötuhjúin fífluðu formanninn vorið 2009 til að gefa eftir hornstein utanríkisstefnu Vinstri græna, andstöðuna við inngöngu í Evrópusambandið.
Einu sinni aumingi, alltaf aumingi.
Athugasemdir
Jóhanna hefur þegar fengið staðfestingu aumingjans að VG standi heilshugar að ríkistjórninni og þar með stjórnarsáttmálanum um inngöngu í ESB. Tími til kominn að efnt verði til undirskrifta á móti ESB í fullri alvöru með tilheyrandi trumbuslætti.
Björn Emilsson, 9.1.2011 kl. 16:27
Eiður Guðnason og Svavar Getsson voru senditíkur tækifærissinna í Silfri Egils. Þeir reyndu að þræta fyrir banalegu Jógrímu. "Alveg á eigin forsendum" fullyrti Eiður. Allir vita að Svavar er pabbi Svandísar ráðherra. Hitt vita ekki allir að sonur Eiðs, Haraldur Eiðsson, er rakki Samfylkingarinnar í því pólitíska greni sem nefnt er Lánasjóður íslenskra námsmanna. Sagt er þó að hann sé þar undir sadistískum járnhæl framkvæmdastýrunnar og ýlfri undan. Senditíkurnar þurftu því báðir bitlinga að verja.
Skúmurinn (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 17:04
Það er svo sem ekki við því að búast að reisnin vaxi eitthvað á honum Steingrími og hans liði úr þessu...
jonasgeir (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:17
Björn Emilsson, 9.1.2011 kl. 16:27
Góð hugmynd með undirskriftir. Ég hef einnig velt fyrir mér, hvort ekki sé hægt með atkvæðagreiðslum innan aðildarfélaga eða öðrum hætti að fá forseta Alþýðusambandsins til að halda sig á mottunni, eða gera hann að minnsta kosti ótrúverðugan varðandi ESB áróður. Skoðanakannanir benda ekki til, að hann hafi skýrt umboð frá íslenzkum verkalýð til slíks málflutningins. Eins er full þörf á að safna betur saman og birta með áberandi hætti, hverjir af helztu álitsgjöfum RÚV, annarra fjölmiðla og stjórnvalda hafa þegið styrki eða laun frá ESB. Grasrót Samfylkingarinnar er áreiðanlega ekki eins einhuga varðandi ESB og forystan. Kominn er tími til að hræra í þeim potti.
Sigurður (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.