Sunnudagur, 9. janúar 2011
Endurreisn sparisjóðanna
Sparisjóðir landsins gegndu mikilvægu hlutverki sem fjármálastofnanir nærsamfélagsins. Illu heilli voru sparisjóðirnir græðgisvæddir í gegnum hlutafélagavæðingu með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins stendur til að endurreisa einhverja sparisjóði.
Haft er eftir Má Guðmundssyni seðlabankastjóra að sparisjóðir eigi að vera valkostur við hlutafélagabanka og þjóni sem slíkir tvíþættu hlutverki, að dreifa áhættu fjármálakerfisins og sinna nærþjónustu. Af því leiðir væntanlega að óskapnaður eins og Byr-sparisjóður verður lagður til hinstu hvílu en Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Bolungarvíkur og aðrir sambærilegir fá nýjan grundvöll til að þjóna almenningi.
Endurreisn sparisjóðanna er þjóðþrifamál.
Athugasemdir
Vona að sparisjóðirnir standi þá undir nafni í framhaldinu og haldi sig utan við stórar áhættufjárfestingar. Held að það séu bara 2 sparisjóðir sem ekki tóku þátt í ruglinu og hafa ekki þurft neina fyrirgreiðslu.
Björn (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.