Sunnudagur, 9. janúar 2011
Magma og ríkisvaldið
Kanadíski raðbraskarinn Ross Beaty og íslensku útrásarfélagar hans bjuggu til fléttu í samráði við Íslandsbanka og óreiðubæjarstjóra í Reykjanesbæ til að hirða orkuauðlindir í almannaeigu. Góðu heilli voru þeir nógu margir sem þóttust sjá þjófnað á opinberum eigum og þjóðarsamstaða myndast gegn því að sænsk-kanadíska skúffufyrirtækið Magma eignist HS-Orku.
Íslensk stjórnvöld ákváðu í kjölfar skýrslu um málið að ,,vinda ofan af" sölunni á HS-Orku til Magma. Almennur skilningur var að kaupin yrðu látin ganga tilbaka og HS-Orka yrði aftur í eigu þrotabús Geysir Green og færi þaðan til Reykjanesbæjar með því fororði og e.t.v. lagabreytingum að sukksamir bæjarstjórar geti ekki selt orkufyrirtæki.
Ríkisstjórnin fer sér ósköp hægt í málinu en líklega er núna kominn sá þrýstingur að ráðherrarnir verða að sýna lit.
Tæplega 43.000 undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líkleg segir þú um þrýstinginn! Ég segi að ef þetta durgar ekki til á þessa vonlausu landráðastjórn þá er veruleg hætta á að hér verði róstusamt að búa til framtíðar!
Sigurður Haraldsson, 9.1.2011 kl. 11:37
Riftun Magmasamningsins yrði ríkinu svo dýr að maður mætti óttast um auðlindir.
Eins gæti bann við nýtingu útlendinga á auðlindum reynst þjóð á blábrúninni, efnahagslega, slík óhagkvæmni að það setti pressu á auðlindir.
Mér er minna annt um álit fólks á mér heldur en íslenskar auðindir: að þær verði hvorki, í neyð, ofnýttar, seldar né teknar uppí skuldir og bendi því á að Björk og hennar kór eru ógn við auðlindir.
Vilji Íslendingar virkilega gæta að sínum auðlindum, þá hafa þeir ekki efni á bjánaskap/skrílmennskupólitík.
Öll heimska og skrílmennskupólitík er nefnilega kostnaðarsöm. Og allt sem er kostanaðarsamt fyrir blanka þjóð er vitaskuld bein ógn við auðlindir.
Undirskriftalisti Bjarkar er því, ef eitthvað er, ógn við íslenskar auðlindir.
asdis o. (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 16:15
Ég skrifaði undir tímalega með þessari grein árið 2005 og fæekk undarleg viðbrögð fyrir. Hér fyrir neðan er kinkurinn á greininni ,,Stöndum vörð um Hitaveitu Suðurnesja ''
http://vf.is/Adsent/22155/default.aspx
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 17:08
Þegar tvær undirskriftasafnanir eru í gangi gegn áætlunum þessarar miður ágætu ríkisstjórnar, annars vegar um sölu HS Orku og hins vegar um vegatolla úr Reykjavík, segir það þá ekki sitt um traust fólks til ráðamanna þjóðarinnar? Gleðilegt nýtt ár!
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.