Írsk uppreisn eftir íslenskri fyrirmynd

Írar sjá ekki til sólar vegna skuldbindinga sem stjórnvöld öxluðu á gjaldþrota bankakerfi. Lán sem Írar taka munu gera almenning að þrælum næstu áratugi. Írland er í Evrópusambandinu og með evru sem lögeyri. Þegar írsk stjórnvöld stóðu frammi fyrir hruni bankakerfisins áttu þau ekki sama svigrúm og íslensk stjórnvöld sem létu bankana í gjaldþrot.

Ríkisábyrgð á gjaldþrota bankakerfi leiðir til landauðnar, segir einn þekktasti blaðamaður Írlands, David McWilliams. Hann leggur fram fram áætlun í tíu liðum til endurreisnar eyjunnar grænu. Hornsteinn endurreisnar Írlands er þjóðaratkvæði að íslenskri fyrirmynd.

We must have a referendum. We start negotiating for the Irish people, not for the banks. We go to the ECB and say we don’t have the money and morally we can’t ask the people to pay for debts that are not their own. To make sure this is not another bluff, the very first thing we should do is follow the democratic example of Iceland and hold a referendum early this year and ask the Irish people whether they want their children to pay for the gambling debts of those people who lent money to the Irish banks in the boom.

Við Íslendingar ættum að senda frændum okkar Ólafur Ragnar Grímsson forseta lýðveldisins til að hvetja Íra til dáða gegn alþjóðakapítalinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tetta er hattur krata a ad bera abyrgd og senda svon kostnad a almenning.

Svona eins konar Icesave lausn eins og samfylkingin hefur barist mikid fyrir.

...Og Mar sedlabankastjori segir vist ad islenski Sedlabankin hefdi att ad gera meira af fyrir hrunid!

jonasgeir (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 19:48

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þegar ég les þetta blogg og rifja upp önnur ámóta í gegnum misserin, þá dettur mér 6. sinfónía Tsjækovskís í hug. 

Sigurbjörn Sveinsson, 8.1.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband