Hagfræðideilan um Ísland og Lettland

Paul Krugman nobelsverðlaunahafi í hagfræði bar saman hrunástandið á Íslandi með sveigjanlega krónu og Lettland með ósveigjanlega tengingu við evru og komst að því að Ísland væri betur statt. Morten Hansen hagfræðingur gerir atlögu að sama samanburði og er ekki eins sannfærður og Krugman.

Deila hagfræðinganna er margþátta. Einn þáttur sem ekki fær athygli er samanburður ólíkra hagstærða. Er þjóð með stóran ríkissjóðshalla en lítið atvinnuleysi betur sett en önnur sem býr við verulegt atvinnuleysi en bærilegan ríkissjóðshalla?

Að þessum orðum sögðum hefur Krugman rétt fyrir sér en Hansen rangt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband