Ísland er með Evrópu í þriðja sæti

Íslendingar eru norrænir, telja Færeyinga og Norðmenn til frænda en Dani og Svía til fjarskyldra. Í öðru lagi erum við Atlantshafsþjóð með söguleg, efnahagsleg og menningarleg tengsl vestur um haf til Grænlands og Ameríku. Í þriðja lagi eru Íslendingar evrópsk þjóð og tóku rómverska trú en fjórar kynslóðir fyrstu Íslendinganna voru heiðnar.

Evrópusambandið er fyrst og síðast verkefni meginlandsríkja álfunnar. Karlamagnús keisari Franka í byrjun níundu aldar er tíðum nefndur sem forfaðir Evrópusambandsins en hann stöðvaði framrás múslíma í vesturátt. Múslímar eru enn höfuðverkur fyrirmanna Evrópu; Tyrkir vilja inn í sambandið en fá ekki.

Íslendingar geta ekki og munu aldrei flytja forræði sinna mála til Brussel. Það stríðir gegn sögu okkar, menningu og hagsmunum í bráð og lengd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Aldrei!!  Um það sameinumst við.     Verðum að einum stórum NEI-flokki.   Sá þig í þætti á INN,minnir hann heiti "Undir feldi",grillti ekki í framtíðarleiðtoga?        Nú verður þjóðin að fara að taka á því, eins og segir í kvæði Ómars;Bóndi vinur vakna nú,og ver þitt hænsna bú;

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2011 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband