Össur ræðst inn á svið Jóns Bjarnasonar

Til að flýta fyrir aðlögun Íslands að Evrópusambandinu hefur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sent umsókn til Evrópusambandsins um að fá peninga til að breyta stofnunum sem heyra undir landbúnaðaráðuneyti Jóns Bjarnasonar.

Evrópusambandið veitir fjárstyrki til umsóknarþjóða til að þær geti lagað sig að kröfum sambandsins á meðan samningaviðræður standa yfir. Ráðherrar Vinstri grænna hafa fylgt samþykktum flokksins um að sækja ekki um styrki. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 hefur Össur Skarphéðinsson tekið ómakið af Jóni Bjarnasyni og sótt um styrk til að breyta greiðslumiðlun landbúnaðarins.

Samfylkingin er með Vinstri græna undir ESB-hælnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er gengið út yfir allan þjófabálk að ESB fylkingin ætli sér með góðu og illu að troða landi okkar og þjóð inní þetta svarthol ESB apparatsins.

Frekjan og yfirgangurinn í þessu ESB Smfylkingarhyski er með þvílíkum ólíkindum.

Þó svo að aðeins 19% þjóðarinnar telji að hagur lands og þjóðar sé betur borgið innan ESB en utan sem frjálsrar og fullvalda þjóðar þá skal samt áfram frekjast og án þess að þjóðin fái nokkra beina aðkomu að þessu máli fyrr en þeim hentar og valtað sé aftur og aftur yfir samstarfsflokkinn.

Ég segi við VG farið útúr þessari endemis ESB ríkisstjórn nú þegar !

Það er meira en nóg komið og þetta óheilla samstarf við þetta ESB landráða hyski ef áfram heldur á eftir að rústa mannorði ykkar og ykkar annars ágæta stjórnmálaafli sem margir bundu svo miklar vonir við í endurreisninni!

Gunnlaugur I., 7.1.2011 kl. 21:59

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessar færslur um ESB fara að verða ansi ruglingslegar hjá þér. En allir þurfa að að hafa inhverja þráhyggju eða hvað ?

Finnur Bárðarson, 7.1.2011 kl. 23:11

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta ekki yfirlýsing um stjórnarslit?  Samfylkingin aktar eins og hún sé ein við stjórn og hunsar í öllu samstarfsflokkinn. Ég sé ekki betur en að þá sé sjálfhætt fyrir VG. Ef þeir láta þetta yfir sig ganga, þá eru þetta meiri aumingjar og mellur en manni hefði nokkru sinni grunað.  Enn ein svikin við kjósendurna.

Mér finnst það einnig í meira lagi óeðlilegt að Evrópusambandið sé að hlutast til um innanríkismál og breytingar í stjórnkerfi. Hvað þá með beinni kostun. Þetta hlýtur að vera brot á alþjóðalögum.

Ég skil ekki hvers vegna menn eru á fullu að aðlaga sig sambandinu í sjálfu umræðuferlinu. Ég hefði heldur haldið að eðlilegt væri að samþykkja inngöngu með skilyrðum (s.s. Maastricht) og hefja svo aðlögun að fullri aðild á eftir. Hér er búið að snúa þessu á haus.

Hvers vegna kalla menn þetta svo styrki? Þetta er bein íhlutun að frumkvæði ESB. Skilyrðing.

Þessi farsi er genginn of langt og nú verður þessi auma stjórnarandstaða að fara að láta til sín taka.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2011 kl. 00:28

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarni Ben verður að stíga til hliðar núna og láta öðrum eftir formennskuna á meðan hann er í uppnámi út af vafsömuim viðskiptatengslum. Flokknum er haldið í frosti af Stjórnvöldum með þessu.  Þau bíða þess bara að Bjarni fari að hafa sig í frammi og þá siga þeir hundum FME og efnahagsbrotadeildar á hann út af Sjóvá og fleiru. Hann hefur jafnvel fengið hótanir um það leynt eða ljóst. Ég fæ ekki betur séð. 

Hvaða skýring er á aðgerðarleysinu önnur?  Ætla menn að líða þetta ástand öllu lengur?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2011 kl. 00:36

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er mönnum ekki að verða ljóst að Bjarni er með of mikinn "farangur" til að geta sinnt formennskunni óheft?  Þarf stjórnarandstaðan ekki að setja slíkt fólk í frí?

Nú er ég ekki að álykta um sekt, sakleysi, spillingu né annað í málum Bjarna og fleiri, heldur aðeins að segja að tengsl margra í óuppgerðum viðskiptastöntum eru að hamla þeim alvarlega í pólitísku starfi og skyldum.

Menn tala um svik VG við kjósendur sína. Hvað um Sjálfstæði og framsókn? Til hver halda þeir að þeir hafi fengið atkvæði sín?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2011 kl. 00:41

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Býr landið raunverulega við einræði Samfylkingarinnar? Menn ættu að velta því fyrir sér.  Ef þeir eru í kúgunarandstöðu gagnvar stjórnarandstöðu sem og samstarfaflokki, þá er það bara þannig.  Að kenna sig við lýðræði í slíkri situasjón er náttúrlega ekkert annað en kaldhæðinn brandari og öfugmæli.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2011 kl. 00:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Jón Steinar nú þarf að rísa upp og mótmæla þessu ESBpakki, þetta eru mútur og ekkert annað.  Kolólegar aðgerðir.  Hvar getum við fengið hjálp við þessum andskota?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2011 kl. 09:54

8 Smámynd: Alfreð K

Sammála Jóni Steinari. Bjarni er búinn að vera formaður núna í hvað eitt og hálft ár, mér finnst þetta langur tími fyrir hann til að sýna hvað virkilega í honum býr, ef það er þá nokkuð til viðbótar, hvert ætlar maðurinn eiginlega, tekur hann eitt skref fram á við, eitt skref aftur á bak eða kannski eitt skref til hliðar? Maður fer að missa þolinmæðina.

Og eins og Jón Steinar segir eru því miður fleiri í flokknum sem nú sitja á þingi með „farangur“ sinn sem ættu að sjá sóma sinn í að taka sér þaðan frí, helst varanlegt frí.

Alfreð K, 10.1.2011 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband