Þjóðarháskóli eða lygari til leigu?

Háskóli þjónar ekki báðum hlutverkum í senn að fóstra gagnrýna hugsun annars vegar og hins vegar að selja sig auglýsingastofu til að fegra pólitískan málstað. Á aldarafmælinu þarf Háskóli Íslands að gera kröfur til sjálfs sín sem hæfa hlutverkinu.

Háskóli Íslands getur ekki verið miðstöð vísinda og fræða samtímis sem skólinn er almannatengill fyrir Evrópusambandið, samanber frétt í Morgunblaðinu frá 17. desember síðast liðnum.

 


mbl.is Háskólinn heldur upp á aldarafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þetta er ógeðfellt,en er hætt að undra mig á þeirra gerðum. Vissi að Andrés Pétursson ,var með aðstöðu í einu herbergi í Háskólanum,hitti hann oft fyrir hrun. Hann var þá eins og nú framkv.stjóri Evropusamtakanna.

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2011 kl. 17:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Líklega er það ekki Evropusamtökin en e.hv. Evropu. Þetta er allt svipað og vinnur að því sama marki að innlima Ísland í Esb.Það skal verða þeim erfitt.

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2011 kl. 17:59

3 identicon

Það gefur augaleið að ESB andstæðingar eiga að fá sambærilega upphæð frá hinu opinbera til að ráða almannatenglastofu til að kynna málstað hinnar hliðarinnar. 

Voru ESB liðar ekki að biðja um hlutlaus kynningu...????

........

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 18:03

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Páll, það fer ekki fram nein gagnrýnin háskólaumræða í allri Evrópu um Evrópusambandið. Ástæðan er einföld - háskólarnir eru allir reknir fyrir opinbert fé og þjóna herrum sínum.

Það er búið að kæfa alla gagnrýna akademíska umræðu um Evrópusambandið í aðildarríkjunum.

Það mun  engin gagnrýnin fræðileg umræða fara fram á Íslandi um aðild að ESB. Það lítur á aðild Íslands sem "létta löndun".

Í eina tíð lágu allar leiðir til Rómar, nú liggja þær til Brussel.

Gústaf Níelsson, 8.1.2011 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband