Föstudagur, 7. janúar 2011
Vinstri grænir tapa lögmæti sínu
Stjórnmálaflokkur er ekki fasteign sem hægt er að höndla með. Stjórnmálaflokkur er sameign, félagsmanna og kjósenda flokksins annars vegar og hins vegar almennings sem borgar starfsemi flokksins úr ríkissjóði. Hlutverk stjórnmálaflokks er að bera fram stefnu og frambjóðendur sem almenningur getur tekið afstöðu til í kosningum.
Þegar stjórnmálaflokkur gengur á bak orða sinna, svíkur yfirlýsta stefnu sína tapar hann lögmæti sínu.
Stjórnmálaflokkur sem tapar lögmæti sínu er um leið búinn að fyrirgera tilgangi starfsemi sinnar. Flokksforystan í slíkum flokki á að segja af sér.
Skammast og vilja aga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sagan um nýju fötin keisarans rifjast upp...
Hrúturinn (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 07:33
Þetta er ekki allskostar rétt.
Almenningur kostar stjórnmálaflokkana, um það verður ekki deilt.
Almenningur á hins vegar ekkert í flokkunum og fær ekkert fyrir peningana.
Klíkur eiga stjórnmálaflokkana.
Karl (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 08:45
Indriði á Skjaldfönn, stuðningsmaður VG frá upphafi, orðar þetta svo í Morgunblaðsgrein í dag: Mér er ekki skemmt þegar foringjaræði í mínum stjórnmálasamtökum steytir hnefann að þeim þingmönnum okkar sem helst eiga virðingu og traust skilið. Þetta framferði er gamla Ísland fjórflokksins holdi klætt og leggur af því ódauninn langar leiðir. Ég legg því til að SJS stígi til hliðar, Katrín þótt ólétt sé taki við stýrinu um sinn og Lilja Mósesdóttir fari í fjármálaráðuneytið. Evrópusambandsruglinu verði hætt og þeir miklu fjármunir sem þar sparast renni til heilbrigðiskerfisins. Nái þetta ekki fram að ganga tel ég einboðið að efna til nýrra samtaka, undirstrika: ekki flokks, yst á vinstra væng. Vinnuheiti þeirra gæti verið Kattafólkið. Kettir eru virðingarverð dýr, erfiðir í smölun því að þeir fara sinna eigin ferða, eru röskir við að halda meindýrum niðri, sjá í myrkri og geta því komist um skúmaskot og undirheima - án þess að óhreinka sig, samanber »kattþrifinn«. Og svo hafa kettir níu líf. Til vara, vegna þeirra sem kunna að hafa ofnæmi fyrir umræddri dýrategund, legg ég einnig til að við nefnum okkur Nýja Ísland.
Baldur (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 09:11
Þetta er bæði rétt og rangt. Stjórnmálaflokkur er félag stofnað til að stjórna ríkisvaldinu eða hafa áhrif á stjórn þess. Ef flokkurinn er lýðræðislega byggður upp fer fram stefnumótun innan flokksins og í kosningum fær flokkurinn umboð til að framfylgja stefnu sinni. Í margflokkakerfi myndar ekki einn flokkur ríkisstjórn þannig að stjórnarstefna verður málamiðlun. Færa má rök að því að tveggja flokkakerfi sé betra. Prófkjör hér á landi hafa nánast eyðilagt lýðræðislegt flokksstarf sérstaklega ef þau eru opin. Flokkaru eru bæði styrktir af ríkisfé og fé einkaaðila. Hér á landi hefur ríkt það sérkennilega ástand að mútur eru nánast löglegar(Guðlaugur Þór). VG eru til fyrirmyndar í því að gera grein fyrir öllum sínum fjármálum. Ef flokkur gengur á bak orða sinna er hann auðvitað að svíkja kjósendur sína. Þeir hafa hugsanlega verið blekktir. Í ströngum lagalegum skilningi er kosningin hins vegar lögmæt og lögleg. Loforð þróast og breytast með breyttum aðstæðum. Það er hið klassíska svar.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 09:18
Forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir ásamt samráðherrunum Katrínu Júlíusdóttur og Árna Páli Árnasyni fara fremst í flokki mútuþega frá hataðasta auðróna og dæmdum fjárglæpamanninum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Öll hafa verið staðin að því að þiggja milljóna mútufé í eigin vasa frá dæmdum fjárglæpamanninum og meintum mesta ábyrgðaraðila hrunsins og leiðtoga auðrónamafíu sem kærum um ólögleg athæfi rignir yfir þessa dagana. Er nema von að Steingrímur J. og Baugsfylkingarvörðurinn sjái ekkert að því að ræna tugþúsundum atkvæða eins og ekkert sé með einhverju holtaþokuvæli sem útskýringar sem eiga að réttlæta glæpinn. Verst að þau hafi ekki verið hægt að leggja inn á fjölda reikninga á órekjanlegum kennitölum Baugsfylkingarinnar til eignar og afnota um alla framtíð eins og mútuféð falda sem kom fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá yfirheyrslum yfir Landsbankastjórunum.
Siðleysi Baugsfylkingarvarðhunda er algert en um leið afar fyrirsjáanlegt. Steingrímur J. er að sama skapi andlegur og siðferðilegur dvergur á þeirra reki. En snaran þrengist, þegar allir vita að stjórnarsáttmálinn er löngu brotinn á milli ólánsflokkanna tveggja, eins og þrímenningarnir í Vinstrigrænum hafa bent á , og flestir opinberir varðhundar Evrópusambandsins hafa viðurkennt að ekki er um inngönguviðræður í Evrópusambandið að ræða, heldur er það hreint og klárt aðlögunarferli. Ekki verri aðilar er formaður og varaformaður Sterkara Íslands hafa sagt það opinberlega og Evrópusamtökin sem höfðu þetta meðal annars að segja eftir fund Vinstrigrænna í einstaklega greindarlegri bloggfærslu, og upplýsa þar fyrir Evrópusinnum að nú þegar er vinna í gangi það sem Evrópusambandið er að láta breyta íslenskri stjórnsýslu, og réttlæta góðverkið með að í sannleiksskýrslunni hafi hún hvort sem er fengið svo slæma einkunn.:
Semsagt. Úr innstu herbúðum Samfylkingarinnar og Evrópuinngöngusinna, er Evrópusambandið á fullu við að breyta íslenskri stjórnsýslu án þess að þingi og þjóð hafi samþykkt eða hvað þá beðið um slíka vinnu, enda vandséð hvað er annað að sækja í þeim efnum frá Evrópusambandinu annað en mun meiri spillingu en nokkru sinnum hér hefur þrifist nema í Baugsfylkingunni. Nánast hvert landa ESB og samtökin sjálf skora mun hærra á spillingarlistanum en okkur hefur nokkru sinnum tekist að komast. Þeir sem hafa kynnt sér Stjórnarskránna vita að varla stenst slíkt framfæri Baugsfylkingarinnar og Steingríms J. hegningarlagagreinar sem fjalla um landráð.
Fróðlegt er að birta hér landráðaákvæði þessa tíunda kafla úr almennum hegningarlögum, nr 19/1940, með síðari breytingum:
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.
89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess.
90. gr. Rjúfi maður, meðan á ófriði stendur eða þegar hann vofir yfir, samning eða skuldbindingu, sem varðar ráðstafanir, sem íslenska ríkið hefur gert vegna ófriðar eða ófriðarhættu, þá skal hann sæta …1) fangelsi allt að 3 árum.
Hafi manni orðið slíkt á af stórfelldu gáleysi, skal honum refsað með sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].1)
1)L. 82/1998, 22. gr.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
1)L. 82/1998, 23. gr.
92. gr. Hver, sem af ásetningi eða gáleysi kunngerir, lýsir eða skýrir óviðkomandi mönnum frá leynilegum hervarnarráðstöfunum, er íslenska ríkið hefur gert, skal sæta …1) fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
1)L. 82/1998, 24. gr.
93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það …1) fangelsi allt að 5 árum.
1)L. 82/1998, 25. gr.
[....]
Að loknum ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 24. ágúst sagði Steingrímur J.:
Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr framhaldsfundum Vinstrigrænna um aðlögunarferlið í Evrópusambandsið sem folald gamla svínsins Össa tilkynnti að myndu verða haldnir til að taka á spillingar og svikavef Evrópusinna.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.