Fimmtudagur, 6. janúar 2011
Baugsþjófnaður á þjóðaríþrótt
Baugsfyrirtækið 365 miðlar stal HM í handbolta með aðstoð Landsbankans sem heldur lífi í fjölmiðlasamsteypu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem er dæmdur fjárglæframaður. Yfirboð 365 miðla á sýningarrétti á HM í handbolta er ætlunin að niðurgreiða með afskriftum hjá Landsbankanum sem er ríkisbanki.
Snúningurinn sem tekinn er á HM í handbolta sýnir að hrunmenningin blómstrar í baugskimum samfélagins.
Landsbankinn á að sjá sóma sinn í að grípa inn í atburðarásina og færa þjóðinni HM í handbolta með því að taka sýningarréttinn af 365 miðlum og færa hann til RÚV.
Verið að læsa HM í kústaskáp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Burtséð frá "eiganda" 365 miðla, sem ætti ekki að koma nálægt viðskiptum á Íslandi þar til hann hefur gert hreint fyrir sínum hallardyrum, þá finnst mér þessi umræða í prinsippinu glórulaus.
Það er talað um þetta eins og það sé útilokað fyrir landsmenn að horfa á leikina! Svo er alls ekki, þeir geta keypt áskrift.
Hver er munurinn á því og að Páll skófli milljónunum og gott betur af nefskatti landsmanna. Handbolti, fótbolti eða söngkeppni. Annað hvort snúast viðskipti um samskipti eða Martein Mosdal, hvort hugnast mönnum betur!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.1.2011 kl. 19:22
Kjarni málsins er sá að það eru mjög fáir sem hafa smá snefil af sjálfsvirðingu sem hafa geð í sér til þess að eiga viðskipti við siðblindann glæpamann með því að kaupa áskrift af stöð 2. Lang best að horfa bara á þetta frítt á netinu.
Það var spaugilegt að hlusta á aumingjana í Reykjavík síðdegis taka Ara spillta Edwald í drottningarviðtal í dag og nánast sleikja á honum óæðri endann af hræðslu við það að þóknast ekki eigandanum. Þetta er nú auma spillingar fyrirtækið þessir 365-miðlar og það viðbjóðslega hyski sem því er tengt.
Guðmundur Pétursson, 6.1.2011 kl. 19:22
... annað hvort snúast viðskipti um SAMKEPPNI eða .... átti að standa þar.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.1.2011 kl. 19:23
Er ekki bara næsta skref að hafa ávarp forseta og forsætisráðherra í lokaðri dagsskrá. Tala nú ekki um útsendingar frá alþingi :)
Guðmundur Pétursson, 6.1.2011 kl. 19:39
Þetta er bara vanhæfni hjá RÚV.. þeir áttu bara að redda þessu. En ekki vera í svona móðursýkiskasti einsog staðan er núna. Þetta er bara hlæjilegt og sýnir að vanhæfnin blómstar í opinberri þjónustu.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.1.2011 kl. 19:55
Horfið frítt á netinu, ekki borga siðblinda glæpamanninum og hans hyski.
þessi er sú sem ég nota mest : http://www.myp2p.eu/
á henni eru einnig öll hjálparprógrömm.. sopcast og allt það.
http://www.justin.tv/ justin er farinn að rukka um árgjald..
http://www.bet365.com/home/default.asp? veðmálasíða, skráir þig og horfir
á leiki í beinni..
http://www.betson.com/ sama hér..
Guðmundur Pétursson, 6.1.2011 kl. 20:22
Mikið rétt, getur Landsbankinn ekki tekið sýningarrétt upp í skuldir 365, þó það sé ekki nema dropi í hafi í því tilliti og selt RÚV hann?
Annars virðist sem 365 séu búnir að hafna tilboði Páls Magnússsonar.
http://www.sport.is/forsida/2011/01/06/hm-2011-stod-2-sport-aetlar-ekki-ad-framselja-syningarrettinn-a-hm/
Theódór Norðkvist, 6.1.2011 kl. 20:37
Heyr, heyr, megi Þruman þruma áfam sem lengst.
Þessi heilagleiki sem hér birtist er hreinlega hallærislegur.
Ekki ætla ég að verja Jón Ásgeir, í raun vona ég að hann fái makleg málagjöld fyrir það sem hann gerð á okkar hlut, en þurfum við ekki að stilla fókusinn aðeins. Jón Ásgeir er í þeirri stöðu sem hann er vegna þess að Landsbankinn ákvað að þar skyldi hann vera. Væri ekki nær að við gerðum kröfu um að Landsbankinn gerði grein fyrir þessari milljarða króna fyrirgreiðslu sem gerið JÁ kleift að halda fyrirtækinu í stað þess að menn séu að gera sig að píslarvottum vegna hégómlegs áhugamáls.
Sýningarrétturinn var boðinn út og 365 höfðu einfaldlega betur. Ég tek því undir með Ara Edwald að "last minut" tilboð Páls hlýtur að vera síðbúið Skaup. Það ríkir samkeppni á þessum markaði og 365 vann djásnið. Þeir sem gera kröfu um að RÚV verði afhentur sýningarrétturinn eru jafnframt að gera kröfu um alræði ríkisins.
Krafa þeirra er Sóvét Ísland.
Ragnhildur Kolka, 6.1.2011 kl. 20:57
Afhverju hlustar fólk ekki á fréttirnar til enda ? Menntamálaráðherrann lofaði í haust að finna leið til þess að hægt væri að senda HM út í opinni dagskrá. Páll Magnússon sagði í fréttunum að svar hafi loksins borist frá ráðuneytinu um að það væri engin leið til fyrir ráðuneytið til þess að hafa HM í opinni. Menntamálaráðuneytið er búið að vera með málið í rúma 4 mánuði og á meðan gat RÚV ekkert aðhafst. Þeta skiptir 365 eða RÚV ekkert né Pál Magnússon né Jón Ásgeir, ástandið er vegna seinagangs ráðherrans.
Ingvar, 6.1.2011 kl. 21:38
Bjóst einhver við einhverju frá þessari glottandi kjánastelpu sem titlar sig menntamálaráðherra?? Ég held varla.
Guðmundur Pétursson, 6.1.2011 kl. 21:49
Þeir sem eru á móti þessu tilboði Rúv verða að átta sig á að mikill meirihluti landsmanna vill horfa á þetta, stór hluti þeirra hefur mikinn áhuga á því og lítill minnihluti vill borga áskrift á stöð2, sumir vegna fjárhags aðrir vegna þess að þeir hafa ekki geð að borga þessum samviskulausu siðblindingum fyrir það. ég er ekki í þessum hópum, eg hef mikinn áhuga á þessu en myndi frekar segja upp stöð2 en að borga stöð2 sport, og er alvarlega að íhuga að gera það, segja upp stöð2 vegna þessa yfirgangs 265.
joi (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 21:53
Íþróttir | mbl.is | 11.8.2010
Vill að HM í handbolta verði í opinni dagskrá
Vinna er hafin í menntamálaráðuneytinu við að tryggja það að allir leikir íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu í handbolta verði sýndir í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á næstu tveimur heimsmeistarakeppnum í handbolta. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sagðist í fréttum Útvarpsins strax hafa farið að vinna í því að leikir íslenska liðsins verði örugglega sýndir í opinni dagskrá.
Katrín sagði heimild vera til staðar í núgildandi útvarpslögum til að setja reglugerð um slíka viðburði. Sú heimild hafi ekki verið nýtt hingað til, en nú verði skoðað hvort slík reglugerð verði sett. Það þurfi að fara fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og vinna við það sé þegar hafin.
..........
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 22:18
Sammála Ragnhildi.. 365 buðu í þetta og fengu. Ekki flókið. Enginn yfirgangur á ferðinni einsog jói heldur fram.
Einsog Ingvar bendir á þá var málið í 4mánuði hjá ráðuneytinu. Þegar ég sagði ofar að vanhæfi blómstrar í opinberi þjónustu þá var ég líka að meina stjórnsýslu sem þetta dæmi sannar. Og við skattborgara þurfum að borga fyrir þessa vanhæfni.............ávalt.
joi
"stór hluti þeirra hefur mikinn áhuga á því og lítill minnihluti vill borga áskrift á stöð2"
jújú rétt er það. það eru líka margir sem vilja horfa á Steinda Jr á stöð tvö og líklega mikill minnihluti sem vill borga fyrir áskrift.. þar á meðal ég.
En ekki er ég að krefjast þess að skattborgarar borga þetta fyrir mig einsog þú leggur til.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.1.2011 kl. 22:20
Það eru engin rök í þessu máli að segja að allir landsmenn geti keypt sér áskrift að stöð 2. Það eru heldur engin rök að segja að stöð 2 hafi haft betur í samkeppni. Í mjög mörgum löndum Evrópu er það í lögum að atburðir sem hafi mikið gildi fyrir þjóðina eigi að vera öllum aðgengilegir. Nú veit ég ekki nákvæmlega hver lagagrundvöllurinn er hér á landi en siðferðileg og pólitísk rök hníga öll í þá átt að allir eigi að geta séð keppnina. Ef við tökum dæmi sem er hliðstætt en stærraí sniðum. Þjóðin minnist1000 ára kristnitöku og stöð 3 hefur keypt sýningarréttinn af dagskránni. Fólki er vinsamlegast bent á að kaupa sér áskrift! Íþróttir á alþjóðavettvangi eru ekki eingöngu keppni. Þjóðirnar sýna sig á alþjóðlegu sviði. Slíkt hefur mikið menningarlegt og tilfinningalegt gildi. Samkennd er kjarni allrar eðlilegrar þjóðerniskenndar. Staðan núna er dapurleg niðurstaða klúðurs stjórnvalda.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 23:17
Þakka Guðmundi Péturssyni fyrir gagnlegar ábendingar.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 23:22
það er ekki hægt að bera saman steinda, ágætur sem hann er við þjóðaríþrótt sem getur notið yfir 70% áhorfs.
joi (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 23:36
Hvað/hver er Steindi ??
Guðmundur Pétursson, 6.1.2011 kl. 23:49
Sammála Jenný.
Fyrir utan þetta mál þá hefur ruglið í þessum Páli þegar hann var sjónvarpssjóri á Stöð 2 og nú sem útvarpsstjóri á rúv verið þannig að það tekur engu tali.
Maðurinn hlýtur að vera með geðhvarfasýki. Þetta eru svo gerólíkir karakterar hvort hann er að vinna fyrir Stöð 2 eða rúv.
Þetta er einn ótrúverðugasti maðurinn í fjölmiðlaheiminum í dag. Maður í sama klassa og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins og forstjóri Umhverfisstofnunar. Lið ráðið pólitískt í æðstu embætti í góðærinu til að sinna þörfum flokksins og ráðherranan í ríkisstjórninni en ekki til sinna viðkomandi stofnun, hvað þá almenningi.
Pétur J (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 00:03
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 00:34
Þeir sem hér eru að tjá sig virðast almennt ekki skilja að skattgreiðendur munu alltaf borga brúsann, alveg sama á hvorri sjónvarpsstöðinni keppnin verður sýnd. Eins og Páll bendir á í upphafsfærslunni.
Eini munurinn er að sumir þeirra munu bara borga aðeins meira, með því að kaupa áskrift að Stöð 2 Sorp til að auðvelda Jóni Ásgeiri að kaupa sig undan réttvísinni áfram.
Ef við værum ekki stödd í bananalýðveldinu Íslandi væri Landsbankinn löngu búinn að leysa 365 upp. Þá hefði Stöð2 aldrei getað keypt sjónvarpsréttinn. Allar sjónvarpsstöðvar 365 eru óbeint reknar fyrir ríkisfé.
Theódór Norðkvist, 7.1.2011 kl. 01:45
Stöð 2 Sport meinti ég, meðvituð stafsetningarvilla.
Theódór Norðkvist, 7.1.2011 kl. 01:46
Keppni Íslendinga í handbolta er eitt skemmtilegasta sjónvarpsefni,sem ellismellir horfa á t.d. á vistheimilum,ég held þau eigi ekki öll fyrir áskrift,ef þau hafa þá einka sjónvarp inni hjá sér. Hef séð þau kætast saman vð áhorf í sameiginlegum matsal. Sýnt er í opinni dagskrá ,þegar aflað er framlaga til hverskonar þjóðþrifa mál t.d. Stækkun Grensás,Krabbameinsfélags,félags langveikra barna,ofl. Opin dagskrá á kappleikjum Íslands er líka þjóðþrifamál. Svona til uppryfjunar í þá gömlu góðu daga,(þegar Ómar hafði hár) lét maður nægja að hlusta á lýsingu frá leikjum og var bara himinlifandi yfir því. Þá var Ruv.eitt um hituna,rekið fyrir skattpening okkar og enginn amaðist yfir því held ég. Svona er allt í lífinu,þegar maður kemst á ehv.bragð þá er það ómissandi.
Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2011 kl. 01:51
Annars vil ég að lokum benda á kjörið tækifæri fyrir veitingahús og samkomustaði að bjóða upp á "beina útsendingu" og hressa upp á viðskiptin í annars þunglamalegum mánuði.
Það er fátt eins skemmtilegt og þjóðlegt en að horfa á góðan landsleik í fjörugu fjölmenni vina og ættingja, eða bara sóló innan um landana.
Góða skemmtun, áfram Ísland.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.1.2011 kl. 03:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.