Fimmtudagur, 6. janúar 2011
Steingrímur J. og Árni Þór með Svarta-Pétur
Steingrímur J. formaður og Árni Þór Sigurðsson þingflokksformaður sitja uppi með Svarta-Pétur í spilinu um æru Vinstri grænna. Þeir kumpánar ritskoða fyrir hádegi og beita skoðanakúgun síðdegis. Tvímenningarnir bera höfuðábyrgð á stórfelldustu svikum í seinni tíma stjórnmálasögu landsins þegar þeir stálu tugþúsundum atkvæða gegn ESB-aðild og gerðu að samfylkingaratkvæðum. Af þeim þjófnaði sprettur klofningur Vinstri grænna.
Dómgreindarleysi svikulu félaganna kemur fram í minnisblaðinu sem ekki má sjá dagsins ljós. Steingrími J. og Árna Þór er fullkomlega ljóst að vélabrögð þeirra við að hlaða undir umsókn Samfylkingar eru svik af verstu sort. Engu að síður krefjast þeir trúnaðar við svikin. Ætlunin var að veifa plagginu eftir þingflokksfundinn sem stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Þeir voru gerðir afturreka og reyna að dylja undanhaldið með því að neita að birta minnisblaðið.
Svarti-Pétur er límdur við tvímenningana Steingrím J. og Árna Þór.
Vildu ekki birta minnisblaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleymum því ekki að þetta er fólkið sem gagnrýndi foringjaræðið í hinum flokkunum og skort á heiðarlegum vinnubrögðum, gagnsæi osfrv.
Það er beinlínis ógeðslegt að fylgjast með þessu fólki.
Karl (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 14:17
Sér grefur gröf þó grafi má nú segja!
Þessi fundur átti auðvitað að enda með enn einni gerfilegri ástarjátningu í lokin en það tókst greinilega ekki. Það er bara engin ást eftir.
Enda engin furða! ...Skilnaðir hafa orðið af minna tilefni!
...Já. Þarna eru greinilega lýðræðisleg vinnubrögð. Yfirklíkan neitar að birða minnisblöðin! Frábært! En kemur það á óvart?
jonasgeir (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 15:06
Vona að við þurfum ekki öllu lengur, að fylgjast með þeim.> Gleymd og galin.
Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2011 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.