Miðvikudagur, 5. janúar 2011
Sjálfstæðisflokkur og vinstriflokkarnir
Vinstristjórnin er að liðast í sundur og krafna um kosningar í vor verður háværari. Sjálfstæðisflokkurinn verður bráðum stofuhæfur og þarf að gera upp við sig hver verður efst á danskortinu. Alþýðuflokkurinn var löngum helsti samstarfskostur Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokkurinn kom þar á eftir. Utanríkismál útilokuðu Alþýðubandalagið.
Utanríkismál útiloka í dag samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Framsóknarflokkurinn virðist ekki ætla að verða nógu stór til að verða makker. Vinstri grænir verða að vera alvöru kostur Sjálfstæðisflokksins við næstu stjórnarmyndun.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að haga sér í samræmi við breyttar aðstæður í íslenskum stjórnmálum.
Athugasemdir
Hvað með nýjan flokk þessir virðast vera að daga uppi spólandi í sömu hjólförunum allir máttlausir sérhagsmuna gæslumenn.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 20:43
Ég vona að úr rætist með að kerlingar ræfillin Jóhanna Sigurðar sjái sig um hönd og víki,þjóðinni til Blessunar.En Sjálfstæðisflokkurinn verðu að velja sér kröftugri forustu,til hrista upp slenið sem á honum er .
Vilhjálmur Stefánsson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 22:41
Páll, mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki eiga næga stjórnarmyndunarmöguleika eftir næsta klofning á vinstrivæng stjórnmálanna, sem er innan seilingar?
Ég giska á að bæði Vg og Sf muni ekki komast óheil og ósködduð út úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi, þótt ríkisstjórnin kunni að lifa kjörtímabilið af, vegna ótta við Sjálfstæðisflokkinn.
Spennandi nafna- og númerabreytingar eru væntanlegar í íslenskri pólitík á næstu misserum og árum. Sannaðu til.
Gústaf Níelsson, 5.1.2011 kl. 23:23
Þú ert afbragðsgóður í pörun, þetta verður að fara að ganga upp.
Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2011 kl. 01:38
Hanna Birna þyrfti að koma í landspólitíkina til að styrkja forystu Sjálfstæðisflokksins.
anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.