Miðvikudagur, 5. janúar 2011
Mannorðsmissir vegna starfa fyrir Jón Ásgeir
Blaðamenn á Fréttablaðinu og öðrum útgáfum 365-miðla eru komnir með fordæmi sem þeir ættu að nýta sér. Lögmaðurinn Karl Georg Sigurbjörnsson starfaði fyrir Jón Ásgeir og fékk miskagreiðslu upp á tíu milljónir króna frá Baugi fyrir að þola þá áþján að starfa fyrir höfuðpaur Baugsveldisins.
Ekki er að efa að Ari Edwald forstjóri Baugsútgáfunnar taki vel í sanngjarnar kröfur blaðamanna um ærumissiskaupauka fyrir að starfa i þágu Jóns Ásgeirs.
Fékk þóknun vegna málaferla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
LOL! Hæstu bæturnar fengi Þorsteinn Pálsson því hans var fallið hæst.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 15:48
Tvö hlutlæg orð eru mikilvægust í sakamáli; ásetningur og gáleysi. Hugtakið sanngirni er huglægt og réttlætið er afstætt.
Vonandi gæta dómstólar fyrst og fremst hlutlægni í viðlíka Baugs-manna-málum.
Kolbrún Hilmars, 5.1.2011 kl. 17:07
Nei, þetta á Jón Ásgeir ekki að borga. Það er ekki hægt að klína öllu á aumingja manninn. Blaðamennirnir og einnig Karl Georg eiga ekki eina krónu skilið, því að þeim mátti vera ljóst, hvað þeir voru að gera. Blaðamenn og lögmenn eru ekki per se hálfvitar. Þeir eru sjálfir ábyrgir fyrir öllum orðum sínum.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.