Hótunarpólitík veldur svartsýni

Vinstristjórnin stundar pólitík sem ekki er í neinu samræmi við óskir og vilja þjóðarinnar. Ný könnun Eyjunnar sýndi svart á hvítu að enginn stuðningur er við gæluverkefni eins og umsókn um aðild að Evrópusambandinu og stjórnlagaþing.

Almenningur vill setja atvinnumál í forgang en ríkisstjórnin er í herför gegn grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, landbúnaði og sjávarútvegi.

Borðið er dekkað fyrir öfluga stjórnarandstöðu sem leggur fram tillögur er vekja bjartsýni.


mbl.is Ísland í 2. sæti yfir svartsýnustu þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Stjórnin skellir skollaeyrum,   (enn eitt dýra-líkingamálið)    við öllum skoðanakönnunum,öllum þjóðaratkvæðagreiðslum,hún telur sig ósnertanlega,mætti kanski senda henni viðvörun, um að  völdin  verði áður en hálft árið er liðið, liðin undir lok og bjartsýnin vex.

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2011 kl. 14:04

2 identicon

Endalok þessarar ríkisstjórnar eru helsta forsenda endurreisnar og bjartsýni á Íslandi.

Karl (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 14:34

3 identicon

Má ég bara minna þig á það að allir flokkar nema 1 (xD) vildu fá stjórnlagaþing, ekki bara ríkisstjórnarflokkarnir.  Skoðaðu bara ræður framsóknarmanna þegar þetta mál var afgreitt.  1 þingmaður kaus gegn því og 11 sátu hjá.

Skúli (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 15:10

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svartsýnin tengist núverandi ríkisstjórn, sem almenningur óttast að muni sitja út kjörtímabilið.

Um leið og þessi ríkisstjórn víkur mun gamalkunnug bjartsýni þjóðarinnar ná fyrri hæðum.

Kolbrún Hilmars, 4.1.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband