Þýskt-franskt ósætti um efnahagsstjórnun ESB

Alþjóðaútgáfa Spiegel fjallar um ólíkar áherslur stærstu efnahagsvelda Evrópusambandsins, Þjóðverja og Frakka, gagnvart nýrri efnahagsstjórnun ESB. Þjóðverjar vilja fara þá leið að refsa óreiðuríkjum og jafnvel setja ,,skuldabremsu" á þjóðríki. Frakkar sjá fyrir sér nána efnahagssamvinnu evru-ríkja er fæli m.a. í sér leyfisveitingar til ríkja sem vilja auka útflutning sinn.

Frá íslenskum sjónarhóli er umræðan í Spiegel athyglisverð með því að gefið er að víðtækari efnahagsstjórnun verði innan Evrópusambandsins en áður. Evrópusambandið sem alþingi sótti um aðild að sumarið 2009 er að breytast í átt til aukinnar miðstýringar.

Aukin miðstýring í Brussel hjálpar ekki aðildarsinnum á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú reyndar svo undarlegt að aðildarsinnum virðist þykja miðstýringin afskaplega aðlaðandi.

Því meira sem skriffinnar og pólitíkusar á góðum launum í Brussel eða Berlín fá að ákveða fyrir okkur fávísa Íslendingana því betra.

Þetta er undarleg árátta, því svona módel hafa aldrei verið gæfuleg fyrir venjulegt fólk.

Alveg sama hvaða fólk eða hvar það er og hvenær.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 18:00

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvar er Páll Vilhjálmsson blaðamaður?

Sigurbjörn Sveinsson, 3.1.2011 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband