Mánudagur, 3. janúar 2011
Millistéttin og Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði millistéttinni og þess vegna varð útreiðin harkaleg í síðustu þingkosningum. Án millistéttarinnar verður flokkurinn hvorki fugl né fiskur. Skynsamir menn eins og Óli Björn Kárason varaþingmaður, sem heldur úti vefritinu T24, vekja reglulega athygli á meginhlutverki millistéttarinnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Millistéttin vill fjölræði sem felst í dreifðri eignaraðild fyrirtækja og fjármálastofnana. Millistéttin er komin með upp í kok af auðmönnum og auðmannadekri og hún vill ekki sjá Evrópusambandsaðild. Þá vill millistéttin ekki einkarekstur þar sem hann sýnt sig ekki virka, t.d. í skólakerfinu og heilbrigðismálum.
Sanngjarnir skattar eru ekki vandamál í augum millistéttarinnar en bruðl með opinbera fjármuni er það.
Samantekið: Eftir óreiðufrjálsræði síðustu ára vill millistéttin festu.
Athugasemdir
Áhugavert.
Baldur Hermannsson, 3.1.2011 kl. 16:33
Ef þetta er rétt ályktað þarf þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að endurspegla þessar áherslur.
Baldur Hermannsson, 3.1.2011 kl. 16:34
Ef Sjálfstæðisflokkurinn fer í þá átt vona ég að það verði loksins stofnaður flokkur á Íslandi fyrir fólk sem vill fá að lifa lífi sínu í friði frá stjórnvöldum og frelsi til að gera það sem það vill.
Yeboah (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 17:47
Hárrétt ályktað hjá þér Páll eins og yfirleitt. Ég var á landsfundinum í sumar og það er nákvæmlega akkúrat þessi stefna sem langflestir Sjálfstæðismenn vilja sjá forystuna framkvæma. Sem dæmi ályktaði fundurinn um "ólögmætar kröfur" í Icesave málinu og að aðildarumsókn að ESB skuli "tafarlaust dregin til baka".
Þarf virkilega að hafa þetta skýrara ??
Persónulega finnst mér forystan ekki hafa staðið sig nógu vel í að koma þessari stefnu á framfæri, svo það hlýtur að styttast verulega í óumflýjanlegt uppgjör. Kannski er það þegar hafið með þessu brölti tollvarðarins, hver veit.
Sigurður Sigurðsson, 3.1.2011 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.