Laugardagur, 1. janúar 2011
Jóhönnu býðst sátt og starfsfriður
Við afgreiðslu fjárlaga stóð tæpt fyrir stjórnina þegar þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra veit af reynslu að þegar skotgrafirnar eru orðnar djúpar er þrátefli líkleg niðurstaða. Fyrir ríkisstjórn þýðir það að hún kemst hvorki afturábak né áfram og er auðvelt skotmark. Á endanum fellur slík stjórn og fær slæm eftirmæli.
Jóhanna er að ljúka stjórnmálaferli sinum. I áramótaávarpi sínu óskaði hún eftir sátt og samstöðu þjóðarinnar. Forsætisráðherra getur sýnt fordæmi og boðið þjóðinni sátt og um leið breytt víglínum stjórnmálanna.
Langstærsta pólitíska deilumál síðari tíma er umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Frá því að umsóknin var send 16. júlí 2009 og til dagsins í dag hefur andstaðan við umsóknina vaxið. Þjóðin er á móti umsókninni, undirstöðuatvinnuvegir landsins eru á móti og engir samfélagskraftar halda uppi umræðu fyrir aðild. Nær engar líkur er á því að stuðningur við umsóknina aukist. Icesave-málið og makríl-deilan við Evrópusambandið meitluðu mikilvægi fullveldisins í vitund þjóðarinnar.
Evrópíumsambandið hefur ekkert að bjóða Íslendingum sem bætir um ókostina við inngöngu. Eftir að umsóknin var send hefur staða Evrópusambandsins versnað til muna vegna fjármálakreppu í ríkjum evrunnar. Myntin sem átti koma í stað krónunnar er aðeins með 20 prósent líkur að lifa áratuginn af, samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal um skýrslu breskrar hugveitu. Næstu árin munu aðeins berast vondar fréttir frá Brussel.
Jóhanna getur lagt til að umsóknin verði afturkölluð og þar með í sviphendingu gjörbreytt pólitískri stöðu ríkisstjórnarinnar.
Athugasemdir
Það gæti svo sem verið að Evran bjargist vegna enn meiri hremminga dollarsins.
En það er ekki gott fyrir Ísland að verða eins og korktappi í því stríði stórveldanna.
Það er gott að byrja árið á bjarsýni.
Kanski það örli fyrir skynsemi hjá Jóhönnu og hún sé reiðubúin að leggja þessa aðildarumsókn til baka. ....En það er afskaplega mikil bjartsýni!
jonasgeir (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 17:19
Hverju spáir hugveitan Cebr fyrir næsta ár? Á heimasíðu hennar má sjá efirfarandi. 1)Mikil kreppa verður á evrusvæðinu sem snertir einkum Spán og Ítalíu. 2)hægja mun á hagvexti í allri Evrópu. 3)Þýska hagkefið heldur áfraam að eflast og Þýskaland hefur afgerandi forystuhlutverk.4) Alvarleg efnahagskreppa verður í Japan. 5)Verðbólga minnkar og verður minni en almennt er álitið. 6)Árið verður erfitt fyrir neytendur. 7)Smásala á netinu heldur áfram að vaxa. 8)Útlán breskra banka fara vaxandi. 9)Þróun á breskum húsnæðismarkaði.10)Spá um ýmis úrslit í íþróttum!
Kannski lumar einhver á upplýsingum um Cebr.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 18:05
Sæll.
Fínn pistill hjá þér.
Það sem mér fannst hins vegar áberandi er hve slæm ræðan var og á skjön við veruleikann, Jóhanna sagði eitt en gerir svo annað. Hún ræddi mikilvægi barna og síðan er skorið massíft niður til fæðingarorlofssjóðs. Annars saknaði ég umræðum um Icesave :-) Það er kannski ekki skrýtið að hún hafi þagað um það mál. Ætli manneskjan trúi því sem hún sagði í þessari innantómu ræðu? Það er nokkur list að koma fram í sjónvarpi og tala í nokkra stund án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. Fólk finnur nú á eigin skinni hve vonlaus þessi stjórn er og að úrræðaleysið er algert.
Helgi (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 20:34
Það væri öðruvísi umhorfs ef áherslur stjórnarinnar væru í takt við kröfu og óskir almennings. Þ.e. að helstu, tímafrekustu og dýrustu viðfangsefnin væru vegna hugmynda og krafna fólksins um framtíð sína. Svo er ara alls ekki. Stæstu fórnirnar eru færðar fyrir málefni, sem eru ekki sjálfsprottin í þjóðarsálinni heldur í kolli þvermóðskufullrar kerlingar með þráhyggju um prívat markmið og vendettu sprottna úr henar brokkgengu pólitískri fortíð.
"Minn tími mun koma." Er setning, sem hefði átt að vara menn við. Mikilmennskubrjálæðið og ranghugmyndi um eigið vægi og völd, skína úr fullyrðingunni. "Ég mun hefna mín." "Ég skal sýna heiminum að ég hef rétt fyrir mér, þótt allt segi annað." gæti hún alveg eins getað sagt.
Manneskjan er delerandi meglómaníusjúklingur, full af biturð út í lífið og samferðamenn sína á lokaspretti lífsins. Það skulu allir fá að að líða fyrir, þótt það verði hennar síðasta verk.
Manneskjan á að vera í therapíu hjá viðeigandi sérfræðingum, en ekki stýra landi.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.1.2011 kl. 22:44
Þetta var vel að orði komist nafni Jón. Er hægt að deila um þetta?
jonasgeir (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 23:02
Góð skýring Jón Steinar og góð grein Páll. Kellingin er sjúk og óhamingju söm. Það þíðir ekki að hún hafi leifi að standa fyrir svona borgarastyrjöld eins og hefir verið í nær tvö ár. Þetta sem þessi þrjú illmenni hafa staðið fyrir er mesti þjóðarglæpur er hefir verið framin á Íslandi. Þau eru öll tukthús limir í raun en ég vona innilega að landsdómur höndli þeirra mál.
Valdimar Samúelsson, 2.1.2011 kl. 01:23
Vel á minnst, þeirra bíður Landsdómur.
Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2011 kl. 03:42
Helga það verður að gerast strax. Þetta eru mestu afbrot sögunar. Sjá ér: http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/
Valdimar Samúelsson, 2.1.2011 kl. 11:09
Jón Steinar neglir málið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.