ESB-styrkir og stefna Vinstri grænna

Eftirfarandi samþykkt flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir rúmum mánuði, 20. nóvember, tekur af öll tvímæli um afstöðu flokksins til aðlögunar annars vegar og hins var styrkja frá Evrópusambandinu

Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins. Ekki verði heldur tekið við styrkjum sem beinlínis eiga að undirbúa aðild.

Frétt í Fréttablaðinu í dag um að ráðherra flokksins, Katrín Jakobsdóttir, og Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar hafi búið til hjáleið fyrir aðlögunarstyrki er afgerandi og afdráttarlaust brot á samþykkt flokksráðsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumasti flokkur Íslandssögunnar eftir lúseraflokknum Samfylkingunni. Takið eftir Hrafni sturtuverði og öðrum mannvitsbrekkum hennar sem hafa ekkert annað erindi hingað inn en að fara í manninn.  Boltinn er eitthvað sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað er.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 14:39

2 identicon

Guðmundur 2, þessi athugasemd hjá þér fór á vitlausan stað. Hún er á 2 stöðum núna. Athugaðu hvort hún hefur ratað víðar. Kveðja.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 17:06

3 identicon

Árni Þór Sigurðsson,þingmaður er trúlega leynifélagi í Samspillingarflokknum,hann passar þar mjög vel inní.Hann er sem úlfur í sauðargæru.

Númi (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 17:22

4 identicon

Hrafn sturtuvörður.  Ég var sannspár um innleggið frá þér.  Ekkert mál að birta þetta sama innlegg mitt við hvaða þráð sem Páll skrifar.  Það þarf jú að hafa eitthvað til brunns að bera og mála að leggja til að taka þátt í rökræðum eins og hér.  Það hefurðu ekki á þessu nikki frekar en hinum sem þú notar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband