Vælubíladeild Sjálfstæðisflokksins

Vælubíladeild Sjálfstæðisflokksins er skipuð fólki sem tapaði kosningum á síðasta landsfundi flokksins þegar afgerandi meirihluti flokksmanna samþykkti tillögu um að draga ætti tilbaka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Vælubíladeildin er skipuð fólki eins og Ólafi Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni, Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni, Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingmanni, Árna Þór Sigfússyni bæjarstjóra gjaldþrota Reykjanesbæjar, Jórunni Frímannsdóttur borgarfulltrúa og Þorsteini Pálssyni fyrrv. formanni flokksins.

Þrjár tengingar eru sterkar á milli einstaklinga innan vælubíladeildarinnar. Auk þess að vera aðildarsinnar telja þau samstarf við Samfylkinguna besta kostinn í íslenskum stjórnmálum og hafa þar af leiðandi ekkert lært af hrunstjórninni. Í þriðja lagi eru nær allir í vælubíladeildinni brenndir af útrásinni, sumir skaðbrenndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband