Miðvikudagur, 29. desember 2010
Vigdís víkingur sló á putta Össurar
Össur Skarphéðinsson æðstráðandi í Samfylkingunni bauð Framsóknarflokknum nýtt ráðuneyti atvinnumála til að framlengja líf ríkisstjórnarinnar. Sumir þingmenn Framsóknarflokksins voru veikir fyrir tilboðinu en ekki Vigdís Hauksdóttir. Hún gerði kröfu um að hrunráðherrarnir Össur og Jóhanna Sig. tækju pokann sinn. Málið dautt.
Ríkisstjórnin á ekki í nein hús að venda. Enginn vill hýsa sjúklinginn af ótta við smit. Stjórnin mun líkast til druslast áfram fram á nýtt ár. Skilyrðin fyrir því að hún fari frá eru óðum að taka á sig mynd.
Ríkisstjórnin kann ekkert, getur ekkert og veit ekkert um atvinnumál og það verða þau sem fella stjórnina. Eftir því sem fastara land verður undir fótum mun sannfæringin vaxa að ríkisstjórnin sé dragbítur á endurreisnina. Það verður aldurtilinn.
Leita að Evrópusinnuðum þingmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Amen
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.12.2010 kl. 10:23
Farewell Frans.
Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2010 kl. 10:37
Von að framsókn svíkji ekki en þetta er eini sjensin að losna undan viðjum ESB
Valdimar Samúelsson, 29.12.2010 kl. 11:54
Vigdís hefur æru og lætur ekki vaða yfir sig.
Elle_, 29.12.2010 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.