Agi í skjóli Baugs og krónan

Útrásin einkenndist ekki af aga heldur heimsku, fordild og afbrotahneigð. Ritstjóri sem ræður sig til útrásarafganga eins Baugsútgáfunnar og skrifar leiðara um aga í efnahagsmálum ætti að íhuga merkingu orðsins.

Agi byrjar heima hjá manni, með sjálfsaga. Þeir sem ekki hafa sjálfsaga til að neita atvinnutilboði frá glæpamönnum vita ekki hvað agi er.

Krónan var ekki gerandi í útrásinni og hún var heldur ekki þátttakandi í verðbólgusamningum verkalýðsforystunnar og atvinnurekenda í áratugi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Páll

Þetta er kjarni málsins. Það er ekki allir eins karakterar og Villi Bjarna sem neitaði í beinni útsendingu að taka við gefins farseðli frá Pálma í Fons og Iceland Express.

Fólk á að forðast að skipta við glæpamenn þó að þeir séu með gylliboð, ódýrt þetta og ódýrt hitt. Fólk er bara ekki sllt svona staðfast og lætur kaupa sig.

Krónan er ekki gerandi í hvernig farið hefur verið með hana af verkalýðsbófunum, sem taka þjóðfélagið í gíslingu. "Við skjótum krakkann þinn nema að þú skrifir undir" mentalítetið sem hefur orðið krónunni svo dýrkeypt. Skiplagðir bófaflokkar sem skreyta sig með fallegum nöfnum.

Halldór Jónsson, 28.12.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband