Mánudagur, 27. desember 2010
ESB herðir kröfur um aðlögun
Evrópusambandið gerir auknar kröfur um aðlögun þeirra ríkja sem sækja um aðild að sambandinu. Í aðlögun felst að umsóknarríki taki jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins samhliða aðildarviðræðum. Samkvæmt útgáfu Evrópusambandsins er um að ræða um 90 þúsund blaðsíður af lögum og reglum sem ætlast er til að umsóknarríki innleiði í sín lög.
Stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Stefan Füele, útskýrir þessar nýju áherslur í viðtali við fjölmiðil sem sérhæfir sig í umfjöllun um stækkun Evrópusambandsins í suðaustur hluta álfunnar.
The EU has taken an increasingly cautious approach to further enlargement. Some new mechanisms in the negotiation process with candidate countries have been installed, with Croatia and Turkey the first to be subjected to the new rules.
The rules were intended to enhance "credibility" said Mr Fuele, who specifically mentioned the introduction of opening benchmarks (candidate countries have to meet certain criteria even before they can open a chapter) and the requirement of a positive "track record" as a condition for a chapter to be closed.
Samningaviðræður við umsóknarríki er skipt á 35 kafla. Nýju reglurnar kveða á um að umsóknarríki skuli mæta tilteknum viðmiðum eða kröfum og sýni fram á árangur áður en samningaviðræður eru opnaðar um nýjan kafla.
(tekið af heimssyn.is)
Athugasemdir
Hér eru bara birtar neikvæðar fréttir og einhver lygi um ESB fær að fljóta með !
Ekkert nýtt og ekkert jákvætt !!!
JR (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 22:19
Það væri gaman að fá nánari útskýringu á því hvernig þetta er lygi!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.12.2010 kl. 20:17
Ríkin sem um ræðir eru fyrrverandi kommúnistaríki (nema Tyrkland sem hefur lengst af verið undir harðstjórn herforingja en er nú undir stjórn íslamista með herinn í bakgrunni). Það sem þau þurfa að sýna fram á áður en nýir kaflar eru opnaðir er að hjá þeim ráði lýðræðislegir stjórnarhættir og réttarríki, að barist sé gegn spillingu og að í landinu sé markaðsbúskapur við lýði. Ekkert af þessu á við um Ísland þó deila megi um spillinguna, en eins og hún er yfirleitt skilgreind (beinar mútugreiðslur o.þ.h.) er það ekki vandamálið hér. Óumdeilt er að Ísland er lýðræðislegt réttarríki (samkvæmt Kaupmannahafnarviðmiðunum) og að hér ríkir markaðsbúskapur. Auk þess erum við nú þegar á kafi í Evrópusamrunanum í gegnum EES : 70 - 80 laga ESB eru gildandi lög hér á landi. Þegar lægri tölur eru nefndar er verið að rugla saman rammalögum (dírektívum), reglugerðum og nánari útfærslum þeirra. Stærsti hluti af reglugerðum ESB sem fara í smáatriði snerta landbúnað (og fiskveiðar) sem og tollabandalagið. Hvorugt er hluti af EES.
Sæmundur G. Halldórsson , 29.12.2010 kl. 05:01
Það hefur verið marg rætt og afgreitt að hér hefur ekki átt sér stað nein aðlögun. Löndin sem þú vísar þarna í eru eins lagt frá evrópskri löggjöf og hugsast getur og því er tilmælum beint til þessara landa að þau sýni tilburði til lýðræðisúrbóta áður en þau vilja ganga í samstarf við aðrar ESB þjóðir.
Einnig hefur það verið afgreitt frá fyrsta degi að þar sem við höfum verið aðilar að EES í brátt tvo áratugi uppfylli og samræmist öll löggjöf íslenska ríkissins þeirri evrópsku og því þurfi Ísland ekki að framkvæma neinar umbætur á stjórnsýslu, eða "aðlagast" áður en kosið verður um aðildarsamninginn.
Skulum halda staðreyndum til haga.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.