Samfylking eltir skottið á töpuðum málstað

Samfylkingin varð frjálshyggjuflokkar þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að í óefni var komið og frelsið var orðið annað heiti yfir óreiðumenn. Samfylkingin gerðist auðmannasleikja þegar Sjálfstæðisflokkurinn þvoði hendur sínar að mönnum eins og Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má í Kaupþingi og Jón Ásgeiri Jóhannessyni í Baugi.

Þegar málefni er orðið gjaldþrota má treysta að dómgreindarlaus forysta Samfylkingarinnar stökkvi til. Der Spiegel, helsta fréttatímarit Þýskalands, flytur reglulega fréttir af vaxandi andstöðu við evruna í Þýskalandi. Í samantekt sem birtist í dag í enskri útgáfu tímaritsins er vísaði í skoðanakönnun frá í desember sem sýnir 57 prósent Þjóðverja sammála staðhæfingu um að þýska markið þjóni þeim betur en evran. Önnur könnun sýnir átta af hverjum tíu Þjóðverjum hafa áhyggjur af stöðugleika evrunnar.

Andstaðan við evruna vex í stjórnmálaflokkum og fleiri en ein grasrótarsamtök eru í burðarliðnum sem eiga það sameiginlegt að vilja endurheimta þýska markið. Kærur eru tilbúnar fyrir þýska stjórnlagadómstólinn frá lagaprófessorum sem fullyrða að stjórnarskrá Þýskalands leyfi ekki að peningum skattborgarana sé sólundað í óreiðuríki í Suður-Evrópu.

Og einmitt þegar Þýskaland, sem fjármagnar evruna og er eina landið sem getur haldið henni uppi, fyllist efasemdum um gjaldmiðilinn þá sannfærist forysta Samfylkingarinnar enn frekar að evran sé heppilegasti gjaldmiðillinn fyrir lýðveldið Ísland. Grein Árna Páls Árnasonar viðskiptaráðherra er stúdía í fáránleika. Árni Páll er maður sem rær lífróður að sökkvandi Titanic og vill ólmur kaupa farmiða. Ef það væri aðeins samfylkingarforystan sem ætlaði um borð gæti okkur staðið slétt á sama - en Arni Páll, Jóhanna ætla setja þjóðina um borð enda þau sjálf búin að tryggja sér björgunarbát.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þýska tímaritið Der Spiegel er mjög vandað og þykir eitt hið virtasta í Evrópu. Blaðamenn fá góðan tíma til að kynna sér málefni sem er ólíkt því sem íslenskir kollegar þeirra búa við. Peter Muller skrifar grein um evruna og umræðuna um hana í Þýskalandi. Þetta er dæmigerð Spiegel grein, efnismikil og spennandi. Hvað segir Peter okkur? Skoðanakannanir sýna að Þjóðverjar hafa áhyggjur af framtíð evrunnar. Það er fátt sem þjóðverjar óttast jafn mikið og verðbólgu. Í ljósi sögunnar er það skiljanlegt. leikskáldið Rolf Hochhuth og lögfræðingurinn max kerber munu legga fram mál fyrir stjórnlagadómstólinn og halda því fram að milljarðaaðstoðin við grikki sé í andstöðu við þýsku stjórnarskrána. Það er andstætt stjórnarskránni að þýska ríkið beri kostnaðinn af grískri efnahagsóstjórn. Í skoðanakönnun sem gerð var í desember kom í ljós að tæp 60% þjóðverja telja markið betri kost en evruna. 80% hafa áhyggjur af evrunni. Stóru flokkarnir sýna þessum skoðunum hins vegar lítinn áhuga. Einstaka þingmenn í flokki frjálsra demókrata eru undantekning. CSU í Bæjaralandi virðist tvístígandi í málinu. Vegna þess hversu lítill áhuga stóru flokkarnir sýna hafa komið fram hugmyndir um Te-flokk í líkingu við þann ameríska. Kreppa evrunnar felst að margra mati í því evrulöndi hafa eingöngu sameiginlega mynt en ekki sameiginlega stefnu í efnahags- og fjármálum. Reynslan virðist sýna að þetta gengur ekki.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 22:56

2 identicon

Grein Árna Páls er ágæt samantekt á stöðunni eins og hún er núna. Hann endursegir nýlega skýrslu sem kom frá Seðlabankanum. Í þeirri skýrslu eru skoðaðir þeir möguleikar sem til greina koma eftir að gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt. Öllum er það ljóst að Ísland er ákaflega háð erlendu fjármagni. Erlendir bankar hafa brennt sig illilega á viðskiptum við landið. Ekkert land getur haft örmynt sem sveiflast eins og jó jó að verðgildi. Íslensk fyrirtæki á erlendum markaði geta ekki starfað við slíkt. Fjölmargir forystumenn slíkra fyrirtækja hafa lýst þessu yfir. Gylfi Arnbjörnsson , forseti ASI hefur lýst því yfir að tilraunin með krónuna sé lokið. Fjölmargir í verkalýðshreyfingunni taka undir þessa skoðun. Núverandi aðstoðarbankastjóri Seðlabankans hefur í mörg ár lýst því yfir að evran væri rétta myntin fyrir Ísland. Grein Árna er efnismikil og góð. Umræður um hana ættu að vera á þeim nótum. Skipsskaðar og sjóslys eru annað mál.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband