Mánudagur, 27. desember 2010
Krónan og ónýta verkalýðsforystan
Verkalýðshreyfingin á Íslandi kom í veg fyrir í krafti ofbeldis að eðlilegur hagnaður yrði af atvinnustarfsemi. Með kaupkröfum úr öllu samhengi við efnahagslegan veruleika og tíðum verkföllum gróf verkalýðsforystan undan eðlilegri framþróun efnahagslífsins. Af óábyrgri verkalýðsforystu leiddi efnahagslegur óstöðugleiki með viðvarandi verðbólgu og gjaldfalli krónunnar.
Eftir þjóðarsáttina um afnám verðbólgu 1990 breytti verkalýðsforystan um stefnu og tók að iðka ævintýrapólitíkina í gegnum lífeyrissjóði þar sem elítan úr röðum atvinnurekenda annars vegar og hins vegar verkalýðsforystu muldi undir sjálfa sig á kostnað almennra félagsmanna.
Lífeyrissjóðirnir ásamt ódýru erlendu lánsfé fjármögnuðu útrásina og gerðu auðmönnum kleyft að veðsetja framtíð þjóðarinnar.
Einn helsti spunakarlinn úr röðum verkalýðsforystunnar, Guðmundur Gunnarsson, reynir allt hvað af tekur að kenna krónunni um eyðimörkina sem samkrullið í gegnum lífeyrissjóði landsmanna hefur leitt yfir þjóðina.
Verkalýðsforystan og auðmenn eru samherjar þegar kemur að því að kenna krónunni um efnahagsástandið á Íslandi. Krónan var enginn gerandi í útrásinni.
Athugasemdir
Tetta eru skrytnir karlar.
Hverjum er um ad kenna i Kaliforniu? ..Dollaranum?
Hverjum er um ad kenna i Irlandi, Spani, Italiu, Portugal og Grikklandi? ...Evrunni?
Hverjum kennir naudgarin um gerdir sinar? ..Konunni?
jonasgeir (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 15:00
Það á EKKI að nota jólahátíðina til drykkju, Jón Ásgeir.
Jóhann Elíasson, 27.12.2010 kl. 16:25
Vel mælt Páll
Halldór Jónsson, 28.12.2010 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.