Sunnudagur, 26. desember 2010
Napóleon, Hitler og evran
Enski sagnfræðingurinn E.H. Carr skrifaði bók sem kom út 1942, í miðri seinni heimsstyrjöld. Heiti bókarinnar er Skilyrði fyrir friði, Conditions of Peace. Carr ræðir sögu Evrópu í samhengi við stóratburði frá frönsku byltingunni og skrifar á bls. 10 þessa setningu
Hitler, like Napoleon, has performed the perhaps indispensable function of sweeping away the litter of the old order.
Carr var sannfærður um að Hitler líkt og Napóleon myndi tapa stríðinu, og hann skrifar bókina fyrir El Alamein og Stalíngrad. Sagnfræðingurinn telur engu að síður að Hitler þjóni sögulegu hlutverki, að sópa burtu stokkfreðnu skipulagi sem reynt var að lappa upp á í Versalasamningunum eftir fyrr a stríð. Verkefni Napoleons rúmum hundrað árum fyrir fyrra stríð var að kasta rekunum á lénsskipulag miðalda.
Í lokakaflanum í bók Carr er að breyttum breytanda uppskrift að Evrópusambandinu. Hann varar við hefndarþorsta Versalasamningsins, leggur áherslu á hagnýt viðfangsefni og talar niður sjálfsforræði þjóða. Lausleg athugun á framlagi Carr til breskrar umræðu um bendir ekki til að hann hafi verið spámaður, hvorki í sínu föðurlandi né á meginlandinu - kannski vegna þess að hann hneigðist til marxisma. Af því má álykta að hugmyndir sem hann talar fyrir hafi víða átt sér samastað.
Evrópa var klofin eftir stríð í vestur, þar sem Bandaríkin höfðu forræði, og í austurhluta undir sovésku valdi. Verkefnið sem Carr sagði nauðsynlegt var fryst í fimmtíu ár eða svo en varð að veruleika þegar Austur-Evrópuþjóðir tóku að tínast inn í Evrópusambandið upp úr síðustu aldamótum. Þau 27 ríki sem mynda sambandið gera það meira af illri nauðsyn en heilum hug eins og komið hefur á daginn í yfirstandandi fjármálakreppu.
Verkfærin sem sagan notar til að smækka Evrópu verða ómerkilegri eftir því sem tímar líða og álfan verður áhrifalausari í henni veröld. Napóleon var stórmenni, Hitler geðsjúklingur og evran er mynt.
Athugasemdir
Stjarna Evrunnar fellur að mati þýska tímaritsins Der Spiegel. Á þessu ári var evrunni ógnað úr mörgum áttum:kreppan í Grikklandi,umfangsmiklar stuðningsaðgerðir og huganalegt gjaldþrot írska ríkisins. Merkel kanslari Sambandslýðveldisins leit þannig á að stuðningsaðgerðir við Grikkland væru um leið til að verja evruna og þarmeð ESB. Stór orð en sönn. Á næsta ári eru risastór ríkisskuldabréf á gjalddaga í Portúgal(26 milljarðar), Spánn(128 milljarðar) og Ítalíu(265 milljarðar). Nú er ekki vitað hvernig þau verða fjármögnuð. Fjárhagsaðstoðin við Grikkland nam 750 milljörðum evra. Í byrjun þessa árs var Evran 1.45$ en er nú 1.32$. Evran tók mikla dýfu um mitt árið.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 11:51
Páll
Þakka þér fyrir þessa færslu og tilvitnun í þennan mér hingað til ókunna mann. Það er þetta sögulega samhengi sem menn gleyma svo oft að hirfa til.
Þjóðverjar höfðu aldagamla hefð fyrir því að leita í austurveg með viðskipti sín og áhrif. Sá sem skarar fram úr efnahagslega breiðir sig út til hagsbóta fyrir alla. Þjóðir lenda tímabundið innanlandsátökum eins og Bretland fyrir Thatcher en til lengri tíma er innanlandsfriðurinn og framleiðslan það sem mestu skiptir.
Mér finnst Hitler hafa verið sögulega óskynsamur enda frumstætt heimskur heimalningur og hugmyndalega fastur í stórastríðinu. Hann hefði náð miklu meiri árangri hefði hann hefði verið þessi heimaaldi hálfviti.Ég held varla að hann hafi verið geðsjúklingur heldur kaldrifjaður morðingi. Napóleon var allt önnur manngerð. Þó að hann yrði valdur að dauða hundruða þúsunda féll enginn blettur á hermennskuheiður hans og enginn dirfðist að ásaka hann um stríðsglæpi.
Evran er mynt. En hún er líka meinsemd álfunnar.Hún er stórskaðleg og dreifir óhamingju meðal fátækra þjóða.Ef í stað evrunnar kæmu hlaðin skothylki, hver væri þá ríkastur? Það er alveg eins hægt að hafa skothylki sem mynt eða binda gengi peninga við skothylki eins og evrur. Skothylkjabanki Evrópu gæti veitt lán eða ekki. En ef allir framleiddu sem mest af ónotuðum skothylkjum, þá væri hugsanlega stutt í nýjan Napóleon eða Hitler. Napóleon sameinaði Evrópu með skothylkjum en allt hrundi eftir Leipzig vegna þess að að aldafarið var ekki í takt við hugmyndir hans eða öfugt og hann hafði ekki einkaleyfi á skothylkjaframleiðslunni.
Margt gerði hann Napóleon merkilegt samt eins og hvernig hann framfærði örkumlamenn sína. Mér finnst líka alltaf gaman að minnast þess þegar byltingarþingið var komið í sjálfheldu flokkadrátta og alþýðusamráðs og ríkið stjórnlaust að hann reið inn í þinghúsið og barði þingemmnina út með flötu sverði sínu.Stundum dettur mann þetta í hug þegar maður hlustar á suma þingmennina okkar af vinstri vængnum þegar þeir stjórna.
Halldór Jónsson, 26.12.2010 kl. 12:08
Ágætar upplýsingar um þennan sagnfræðing má sjá slóðinni sem fylgir. Hann varð frægastur fyrir mikil rit um Ráðstjórnarríkin. Slóð:http://en.wikipedia.org/wiki/E._H._Carr
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 12:27
Þú ert búinn að tapa þessum rökræðum um ESB og evruna með þessari tengingu. Þú ert ennfremur að koma hérna með Hitlers rökvilluna (einnig kallað Godwin's law). Slíkt dæmir auðvitað málflutning þinn sjálfkrafa ónýtan og ekkert nema rökleysu.
Það að þú ert búinn að tapa þessum rökræðum er bara gott mál. Sérstaklega í ljósi þess að þá er Heimssýn einnig búinn að tapa þessum rökræðum um ESB og evruna fyrir fullt og allt.
Það er ennfremur alveg ljóst að E. H. Carr gat ekki séð Evrópusambandið fyrir á þessum tíma. Þar sem hugmyndin að Evrópusambandinu (þá Kola og Stálbandalaginu, síðan Efnahagsbandalagi Evrópu (EEC)) kom ekki fram fyrr en eftir seinna stríð. Þá var byrjað á kola og stálbandalaginu árið 1952 (var til alveg til ársins 2002) og síðan kom EEC árið 1958. Úr EEC kom síðan ESB árið 1993.
Sögulegar staðreyndir skipta máli ef það á að ræða þær. Hinsvegar hefur það sýnt sig að andstæðingar ESB á Íslandi hafa ekki áhuga á slíku. Það eina sem þeir hafa áhuga á er að vernda pottinn sinn og það sem í honum er.
Jón Frímann Jónsson, 26.12.2010 kl. 15:38
Takk fyrir þessa ábendingu Hörður, svaka lesning um þennan kall. Ekki er ég alfarið yfir mig hrifinn af öllum hans skoðunum. Skemmtileg samlíkingin hans um hina raunverulegu ástæðu fyrir slysinu á kallinum sem fer út að kaupa sígaretturnar. En afburða maður hefur þetta verið sem skrifar 14 bindi um tíuára sögu Sovétríkjanna, friðmælist við Hitler í blóra við Churchill og hefur skarpan skilning á sögunni og bylgjunum þeim sem bera menn á "slysstaðinn".
Sem eins og maðurinn sem fór út að kaupa sígaretturnar en varð fyrir bíl fulla bílstjórans með biluðu bremsurnar í hættlegu beygjunni á veginum. Þannig geta menn deilt hvað raunverulega verður til að breyta framrás sögunnar.
Halldór Jónsson, 26.12.2010 kl. 15:47
Seinni heimstyrjöldin hófst í fyrri heimstyrjöldinni.
Þjóðverjar drógust inn í fyrra stríð vegna þess að þeir voru í bandalagi við Austurríska-ungverska ríkið. Þegar ríkiserfingi hins síðarnefnda var myrtur í Serbíu, vildi A-U refsa Serbum. Þjóðverjar skiptu sér ekki ekki af því - og hefðu ekki gert ef rússar hefðu ekki blandað sér í málið.
Rússum þótti olíulindum sínum og flutningaleiðum við Svarta Hafið ógnað þar austur frá því svo virtist sem A-U myndi ekki spara við sig hefndina, og þá hervæddust rússar til þess að gæta sinna hagsmuna. Og þrátt fyrir að rússneski Tsarinn og þýski keisarinn væru systrabörn og vinir, voru þýsk stjórnvöld samt skuldbundn til þess að styðja A-U; heiður og orðheldni skipti keisarann og herforingja hans meira máli en fjölskyldubönd.
Þýska þjóðin var aldrei spurð, en samt sat hún uppi með stríðsskaðabætur Versalasamningsins. Engan skyldi undra afleiðingar þess.
Ójá, sagan endurtekur sig æ ofan í æ og alltaf gera menn sömu mistökin.
Kolbrún Hilmars, 26.12.2010 kl. 16:54
Jón Frímann: Þetta er vitleysa sem þú nefnir með "Godwins law", í því segir að allar umræður á netinu enda með tali um Hitler og nasista. Enn og aftur kemur í ljós vond enskukunnátta þín þar sem þessi færsla heitir Napóleon, Hitler og evran. Sorrý Jón en engu hefur verið tapað í þessari umræðu af hans hálfu.
"Godwin's law is often cited in online discussions as a deterrent against the use of arguments in the widespread Reductio ad Hitlerum form. The rule does not make any statement about whether any particular reference or comparison to Adolf Hitler or the Nazis might be appropriate, but only asserts that the likelihood of such a reference or comparison arising increases as the discussion progresses. It is precisely because such a comparison or reference may sometimes be appropriate, Godwin has argued[4] that overuse of Nazi and Hitler comparisons should be avoided, because it robs the valid comparisons of their impact."
Eins og er sagt á góðri ensku, You lose !
Gamlimadurinn (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 17:20
Ætlaði að highlight-a þennan part:
"The rule does not make any statement about whether any particular reference or comparison to Adolf Hitler or the Nazis might be appropriate, but only asserts that the likelihood of such a reference or comparison arising increases as the discussion progresses."
Gamlimadurinn (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 17:21
það er einfaldlega ekkert líkt með EU og Hitler eða napóleon og bara sorrý, sé ekki hvernig sagan er að endurtaka sig eða mistök þar að lútandi.
Fólk má nú ekki alveg missa sig.
Þar fyrir utan er ekki hægt að taka evrópu og setja upp sem eitthvað fyrirbæri útí geimnum. Fjarlægt, framandi o.s.frv. Evrópa er hér! Ísland er hluti Evrópu.
Allt sem gert hefur verið á Íslandi frá landnámi er komið frá Evrópu.
Íslendingar svokallaðir eru ekkert merkilegir eða sérstakir. Engin genatísk snilld. Og alveg má spyrja sig hvort svokallað sjálfstæði og fullveldi hafi ekki verið bóla sem fólk fær leitt á.
Innbyggjarar verða kannski þreyttir á að láta elíutuna hérna flengja sig reglulega með óljósum hugtökum líkt og sjálfstæði og fullveldi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.12.2010 kl. 17:35
In his 1942 book Conditions of Peace, Carr argued that it was a flawed economic system which had caused World War II, and that the only way of preventing another world war was for the Western powers to fundamentally change the economic basis of their societies by adopting socialism.[1] Carr argued that the post-war world required a "European Planning Authority" and a "Bank of Europe" that would control the currencies, trade, and investment of all the European economies.[1] One of the main sources for ideas in Conditions of Peace was the 1940 book Dynamics of War and Revolution by the American fascist Lawrence Dennis[2] In a review of Conditions of Peace, the British writer Rebecca West criticised Carr for using Dennis as a source, commenting "It is as odd for a serious English writer to quote Sir Oswald Mosley"[3] In a speech on June 2, 1942 in the House of Lords, Viscount Elibank attacked Carr as an "active danger" for his views in Conditions of Peace about a magnanimous peace with Germany and for suggesting that Britain turn over all of her colonies to an international commission after the war.[4]
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 18:16
Tilvísunin hér að ofan er tekin úr Wikipediu. Þar er stuttlega skýrt frá innihaldi bókar Carr og þeim höfundum sem hann studdist við. Að sjálfsögðu er hér ekki allur sannleikurinn samankominn.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 18:22
Ómar, Bjarki,
ég er ósammála því að :
...."Þar fyrir utan er ekki hægt að taka evrópu og setja upp sem eitthvað fyrirbæri útí geimnum. Fjarlægt, framandi o.s.frv. Evrópa er hér! Ísland er hluti Evrópu.
Allt sem gert hefur verið á Íslandi frá landnámi er komið frá Evrópu."
Allt sem er hér er komið meira og minna frá Ameríku, súgþurrkunin, traktorarnir, jarðýtan, glussagröfurnar, internetið, tölvan, gsm tæknin, gps, flugtæknin, atómsprengjan.
Við Íslendingar erum yfirleitt á undan Evrópu að taka upp bandaríska tækni. Til dæmis var engin jarðýta til í Danmörku í stríðslok. Evrópa er yfirleitt mun aftar á merinni tæknilega en Bandaríkjamennm sem hafa hvað eftir annað orðið að draga hana upp úr svaðinu. Allt franska vínið er meira að segja bandarísk ber.
Við Íslendingar erum miklu meiri Kanar en Evrópumenn að þessu leyti. Flekaskilin milli Ameríku og Evrópu eru hér, Suðurland færist til Evrópu en norðulandi til Ameríku. Snorri þekkti heiminn austur eftir til Ásíá en ekki vestur. Við þekkjum hann allan núna. Við skulum alveg láta vera að halda að við bötnum eithvað með því að játast undir forsjá gömlu nýlenduveldannaí Evrópu.
Þú ert elítan Hörður, þú þarft ekkert að láta einhverja aðra stjórna þér án þess að láta í þér heyra.
Halldór Jónsson, 26.12.2010 kl. 19:02
fyirgefðu, ég meinti Ómar Bjarki en ekki Hörður þó hann sé auðvitað líka elíta.
Halldór Jónsson, 26.12.2010 kl. 19:03
Evrópa er hér! Ísland er hluti Evrópu. Allt sem gert hefur verið á Íslandi frá landnámi er komið frá Evrópu.
Hvílíkt. Og gott að Halldór kom þarna inn og útskýrði villurnar. Við erum hluti af hinum stærri heimi og þurfum ekki forsjá og miðstýringu gamalla yfirgangsvelda Evrópu.
Elle_, 27.12.2010 kl. 00:01
Napóleón var einræðisherra. Hitler var einræðisherra.
Evran er myntkerfi innan lýðræðiskjörinna ríkja ESB.
Það er lýðræði í dag.
Guði sé lof.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 11:47
Það er eins og sjallar haldi að ísland hafi orðið til um leið og sjallaflokkur varð til. það eru rúmlega 1000 ár síðan ísland byggðist! Halló. Allar götur síðan hefur ísland verið hluti af evrópu og allt sem gerst hefur á íslandi komið frá evrópu.
Þetta tal, BNA og núna uppá síðkastið Kína og Indland, er svo fráleitt að það er nánast átakanlegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.12.2010 kl. 12:28
Halldór það eina sem kanar skaffa okkur eru lélegar bíómyndir. Annars kemur allt frá Kína í gegnum Evrópu.
Kommentarinn, 27.12.2010 kl. 13:20
Auk þess sem ísland var aldrei undir forsjá erlendra ríkja hérna í denn þannig séð.
Elítan réði hér öllu sem hún vildi á annað borð ráða. Íslensk elíta kúgaði íslenskan almenning. Eigi flókara en það.
þannig vill elíta nútímans halda völdum sínum hérna svo hún geti flengt almenning reglulega með þjórembuþrugli og haldið honum í fáfæði sem fyrrum.
þessvegna þarf að passa afar vel uppá það að elítan hérna fái sem fæstar undanþágur og/eða sérlausnir þegar við gerumst aðilar að EU. Passa vel uppá það. Helst allsengar undanþágur og/eða sérlausnir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.12.2010 kl. 15:19
Napóleon var nú "pínulítið" hæfileikaríkur.
Sama hvað segja má um persónuna, þá hafði Napóleon náðargjöf í hernaðarlist.
Jafnvel þótt hann, líkt og Hitler, hafi vanmetið rússneskt veðurfar.
Hann náði þó Moskvu (ef ég man rétt).
En að öllu gamni slepptu, það er málmur bæði í mynt og skotfærum.
Taktík ræður leikslokum.
runar (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 07:23
Ómar Bjarki lítur niður á Íslendinga og réttindi þeirra eins og fyrri daginn, hefur sýnt það enn og aftur í innleggjum sínum hér. Málfar hans (óvenjulélegt) ber líka keim af því. Hann tekur það ennfremur opinskátt fram, að gagnvart hans elskaða ESBéi vilji hann "helzt alls engar undanþágur og/eða sérlausnir" fyrir Ísland. Við vitum þannig, hvar við höfum þennan mann; því miður vita það ekki allir, og á meðan stundar hann það að dreifa sínum villum á Moggabloggi og Eyjunni og oft fáir til andsvara. – Þeir eru merkilegir þessir tveir sérvitringar í einangrun úti á landi, hann og Frímanninn, sem vill ekki fríríkið Ísland.
Kommentari og Ómar Bjarki, við fengum afar mikið af tæknilegum framleiðslutækjum okkar beint frá Ameríku; þetta var ekki lítils virði fyrir hið unga lýðveldi, og við fáum enn mikið af okkar beztu framhaldsmenntun þaðan.
Jón Valur Jensson, 28.12.2010 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.