Laugardagur, 25. desember 2010
Samkeppni um hægri hentistefnuflokk
Samkvæmt Eyjunni undirbýr Guðbjörn Guðbjörnsson stofnun hægriflokks og er kominn á það stig að velja liti á flokksfánann. Áður hafa Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gefið slíkri flokksstofnun undir fótinn, og Þorsteinn reyndar rúmlega það.
Það má hafa gaman af þessum tilburðum. Gamanið gæti þó farið að kárna ef forysta Sjálfstæðisflokksins fer ekki að gera upp við sig hvers konar flokkur stendur kjósendum til boða í næstu kosningum. Misvísandi skilaboð koma frá móðurflokki íslenskra stjórnmála. Önnur segja að flokkurinn hafi lært af hruninu en hin að ætlunin sé að græða áfram á daginn til að grilla sjálfan sig á kvöldin.
Kosningar gætu skollið á með skömmum fyrirvara.
Athugasemdir
Ef horft er á verka þessarra stjónrmálaafla er Sjálfstæðisflokkur hægfara vinstriflokkur, VG fasistar og Samfylking ekkert. Hér vantar bæði hægri flokk og vinstriflokk en ekki hagsmunapotara og EGOISTA.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 20:37
Mér líst mjög vel að þessa hugmynd Guðbjörns Gunnarssonar og félaga og vona svo sannarlega að hún verði að veruleika. Annars eru fleiri flokkar á undirbúningsstigi á hægri vængnum. Kannski fer bara Sjálfstæðisflokkurinn í 10-15% næst. Spennandi tímar framundan!
Björn Birgisson, 25.12.2010 kl. 20:55
.................. Guðbjörnssonar ............ Sorrý!
Björn Birgisson, 25.12.2010 kl. 20:56
Þó Guðbjörn sé hinn greindasti og gæfasti maður þá hefur hann ekkert upp á dekk íslenskra stjórnmálum að gera.
Jafnvel þó hann hefði óborna kúlulánadrottninguna með sér sem er búinn að vera á steypirnum allt frá hruni.
Hvað þá uppþornaðan Þorstein Pálsson sem er búinn að vera á mála hjá Baugsmiðlum og Samfylkingunni undanfarið.
Þetta fólk er allt á hraðri útleið úr íslenskri pólitík og við þurfum ekkert á svona úrtöluliði íslensks sjálfstæðisað halda.
Við þurfum nú fyrst og fremst nýtt og ferskt fólk sem hefur óbilandi trú á landi okkar og þjóð en ekki einhverjum "second class" undirlægjum og aftaníossum ESB rétttrúnaðarins, sem einskis trúverðugleika eða trúnaðar njóta meðal fullfrískrar alþýðu þessa lands !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 21:16
Las þessa færslu fyrr í kvöld,rifjaðist upp gamalt viðkvæði okkar hjóna,að við værum pólitísk viðrini. Það þýddi að við værum "ekki á föstu". Nú stend ég mig að því að þekkja ekki til Guðbjörns Guðbjörnssonar. Ég einblíni á óvininn,tel mér trú um að til séu menn með risahjarta og dug til að grilla,nn.
Helga Kristjánsdóttir, 26.12.2010 kl. 04:53
Hvernig sem menn vilja mála skrattann á vegginn og slá úr höndum sínum, eigin varnir, þá lýst mér vel að lostna við Þorgerði sem ég hafði trú á sem foringja þar til í ljós kom að hún er Evrópu málaliði.
Gúmmý karlinn Þorstein, spjátrungur sem réði ekki einu sinni við Steingrím hinn skárri, ræður ekki við neitt og ekki einu sinni eigin flónsku. Hann er afgangur.
Heldur vil ég vera í litlum heilsteyptum flokki sem ætlar að viðhalda sjálfstæði okkar, heldur en einhverjum risa flokka tætingi sem veit ekki hvert skal stefna undir leiðsögn Evrópumálaliða.
Formaður Sjálfstæðisflokksins verður því að fara að gera það uppvið sig og segja það hreint út, hvort hann ætlar í dans með Þorgerði eða henni Helgu minni. Ég er hættur að dansa en vernda hanna og það sem hún gaf framtíðinni, fram í rauðan dauðan, með þróuðum vopnum ef þau náttúrulegu duga ekki.
Hrólfur Þ Hraundal, 26.12.2010 kl. 08:16
Gaman að sjá hvernig öfga-hægrimenn á Íslandi eru á móti viðskiptafrelsi (ESB) þegar það hentar þeim. Verst að undirlægjurnar hafa tekið þessa skoðun óskoðaða og gert að sínum einfaldlega vegna þess að Davíð er á móti. Talandi um ósjálfstæða sjálfstæðismenn.
Valsól (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 11:13
Gaman að sjá hvernig öfga-hægrimenn á Íslandi eru á móti viðskiptafrelsi (ESB) þegar það hentar þeim.
Persónulega myndi ég ekki kalla það viðskiptafresli þegar við inngöngu þá þarf að segja upp öllum samningum sem við höfum gert sjálf og taka upp samninga sem hafa verið búnir til af öðrum, einnig það að ekki getum við gert samninga sjálf í framtíðinni innan ESB.
Gaman að sjá hvernig "öfga-vinstri-esb" sinnar skilgreina frelsi (þ.e. innilokun innan landamæra 8% fólksfjöldalega séð á plánetunni).
Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.12.2010 kl. 12:22
Það hefur hingað til ekki reynst gæfulegt að hrúga saman pólitískum lúserum til að stofna stjórnmálaflokk. Samfylkingin og Frjálslyndiflokkurinn eru skýrt dæmi um slíka flokka. Guðbjörn, Þorsteinn og Þorgerður eru gott dæmi um slíka pólitíska lúsera.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.