Peningur í ESB-umsókn fer ekki í velferð

Fjármunir sem renna í tilgangslausa umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verða ekki nýttir til að halda opnum sjúkrahúsum á landsbyggðinni eða í atvinnuleysisbætur á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaðurinn við umsóknina hleypur á milljörðum. Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vg gerði að umtalsefni forgangsröðum ríkisstjórnarinnar þegar hann ákvað að sitja hjá í atkvæðagreiðslu fjárlaga.

Árna Þór Sigurðssyni starfandi þingflokksformanni Vinstri grænna ferst illa að saka menn um ódrenglyndi. Árni Þór er höfuðsmiður ósvífnustu svika íslensks stjórnmálaflokks við kjósendur sína og félagsmenn. Vinstri grænir gengu til kosninga undir þeim merkjum að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en sveik margítrekaða stefnu um leið og færi gafst. 

Hjörleifur Guttormsson spurði um Júdasinn í þingflokki Vinstri grænna í Morgunblaðsgrein í vikunni. Árni Þór er líklegur kandídat.


mbl.is Harkaleg gagnrýni Árna Þórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gleðileg jól... 

Jón Ingi Cæsarsson, 24.12.2010 kl. 10:52

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hef einsett mér að setja pólitíkina út á guð og gaddinn yfir jólahátíðina. Tek þráðinn upp á mánudag. Þangað til óska ég þér gleðilegra jóla.

Ragnhildur Kolka, 24.12.2010 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband