Fimmtudagur, 23. desember 2010
Jólagjöf útrásarafganga er þjófnaður
Magma og útrásarafgangarnir með sérdeild Íslandsbanka með í för linna ekki látunum í tilraunum sínum að stela almannaeigum. Skúffufyrirtækið Magma þykist kaupa gjaldþrota Geysi Green sem Jón Ásgeir og Hannes Smára áttu og fá þar með HS-Orku til að braska með.
HS-Orka er aðeins til á pappírunum sem hluti af gömlu Hitaveitu Suðurnesja en hinn hlutinn er HS-Veitur. Sömu starfsmenn, sama húsnæði og sömu innviðir.
Viðrinin sem véla um í Magma-málinu senda reglulega út fréttatilkynningar um að þessum eða hinum áfanga sé náð. Jafnframt að samningar séu að nást við lífeyrissjóði um sölu á hlut í Magma.
Íslandsbanki ætti að skammast sín að taka þátt í þessu rugli.
Kaupum Magma á HS Orku lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála Páli. Þetta mál allt lyktar mjög illa og hefur gert frá upphafi, samt er eins og þetta hafi verið lítið rannsakað af fjölmiðlum (Hvar er DV til dæmis?). Eru það bara Páll og Björk sem sjá að hér er ekki allt með felldu?
Alfreð K, 23.12.2010 kl. 20:22
Sem rán byggð á magic og viðskipta illution, eru þessi "viðskipti" hreinasta snilld og eiginlega verkfræðilegt og skipulagslegt listaverk.
Íslendingar eru samt ekki hæfir að vera með í ConArtist heimsmeistarakeppninni. Þjóðin sem áhorfandi er einfaldlega of einföld sál til að skilja leik fullorðinna....
Sauðheimskan almúgan er hægt að nota til að fylla á gjaldkerakassana jafnóðum og þeir eru tæmdir. Kókaínið er orðið svo dýrt að það kanski þarf eitthvað annað fyrirtæki til viðbótar til að standa undir kostnaði...
HS Orku þjófnaðinum er lokið, og næsta fyrirtæki er komið í "krossinn"....
Óskar Arnórsson, 25.12.2010 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.